Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 17
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 17 elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r til Menntavísindasviðs en það er ekki alltaf hægt vegna þess að erfiðara er að breyta regluverki stórrar stofnunar en lítillar. Við erum hluti af stórri heild sem hefur sínar skoðanir, stefnu og verklag. Ég var einn af fáum í Háskóla Íslands sem hafði efasemdir um þessa sameiningu og það var fyrst og fremst vegna þess að ég taldi regluverk hans ekki henta Kennaraháskólanum að öllu leyti, til dæmis hvað snerti skipulag vinn- unnar, mat á störfum og uppbyggingu námsins. En vitaskuld gekk ég til samstarfsins af fullum heilindum; ég sótti um starf mitt á þeim forsendum og vegna mikils áhuga míns á menntamálum og ég tel að sameining stofnananna hafi gengið vel. Eitt af markmiðum sameiningarinnar var að auðvelda samstarf milli eininga Háskólans, en reynslan í Háskóla Íslands hefur sýnt að þetta er nokkuð sem er stundum auðveldara um að tala en í að komast. Jafnframt finnst mér skynsamlegt að einingar hafi töluvert sjálfstæði og ekki þurfi allir að þróast á sömu forsendum. Það er til dæmis mjög eðlilegt að skyldar hugmyndir ríki um nám grunnskólakennara og leikskóla- kennara en það þarf þó ekki að merkja að allt kennaranám fylgi sömu hugmynda- fræði. Sama gildir um menntun þroskaþjálfa, sérkennara, framhaldsskólakennara, íþróttafræðinga, skólastjórnenda og tómstundafræðinga. Það er skynsamlegt að fara milliveg hvað snertir samvinnu og sjálfstæði í menntun þessara stétta. Hér togast á ýmis sjónarmið, t.d. verður að gæta að virðingarstöðu menntunarinnar. Þegar tvö skólastig vinna saman hefur annað (það sem meiri virðingar nýtur) meiri áhrif en hitt. Greinar innan skólastiga njóta einnig mismikillar virðingar; innan grunnskólans hafa t.d. samræmdu prófa greinarnar að einhverju leyti notið meiri virðingar en hinar, en það kann að breytast. Í starfi mínu sem forseti Menntavísindasviðs vildi ég gjarnan virða þá áherslu sem rektorar Kennaraháskólans hafa lagt á að rækta menningu og fagmennsku, sú umræða á að vega þungt í stefnumörkun sviðsins. Ég álít að forseti sviðs í háskóla eigi að gera sitt ýtrasta til að tryggja lifandi og gagnrýna umræðu um fagleg málefni á sínu sviði en jafnframt að tryggja jafnræði milli sjónarmiða úr ólíkum áttum hins akademíska samfélags. Háskóla er styrkur að því að ólíkar áherslur og skoðanir fái notið sín. Víða um lönd er lýðræði í háskólum því miður á undanhaldi og við tekur stjórnun ofan frá og það má vel vera að það sé eðlilegt í ýmsum fjárhagslegum og stjórnunarlegum málum. Það á að vera í höndum stjórnsýslu að taka á móti nemendaerindum, sjá um samninga við stundakennara og yfirleitt sjá til þess að stjórnsýslan sé virk. Stjórnsýsla verður líka að tryggja að stofnunin sé innan fjárhagsramma. Á verksviði kennaranna er hins vegar fagleg mótun náms og rannsókna, virk og upplýst umræða um áherslur í námi og rannsóknum og sífelld endursköpun vinnumenningar, mat á því hve skyn- samlegt það sé að stofna til nýrra námsleiða o.s.frv. En það má ekki gleyma því að í öllum kerfum takast á margslungnir hagsmunir; akademían er aldeilis ekki laus við togstreitu hagsmuna frekar en nokkur önnur svið þjóðfélagsins. En allar ákvarðanir, jafnvel stjórnsýsluákvarðanir, er skynsamlegt að taka í samráði. Þótt við ræðum hér einkum um kennaramenntun og skólastarf þá verður að hafa hugfast hve margbrotin önnur verkefni Menntavísindasviðsins eru. Þau eru ekki síður mikilvæg en menntun kennara, og fjölbreytnin undirstrikar að fagleg forysta verður að vera sameiginlegt verkefni en ekki á hendi fámennrar stjórnar eða lítils hóps.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.