Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201162
HÖnnUn og SmÍÐi
kapphlaup milli stórveldanna. Bandaríska þingið og Eisenhower forseti brugðust við
þessu með því að margfalda fjárframlög til náttúrufræðimenntunar (Leshner, 2009).
Ný grunnskólalög voru síðan sett hér árið 1974. Löggjöfin
skilgreindi uppeldis- og fræðslumarkmið grunnskólans og skapaði starfsemi hans
nútímalegan skipulagsgrundvöll, þar með talin ákvæði um innri skipan, endurnýjun
og stjórn skólastarfsins. Þessa löggjöf má hiklaust telja eina merkustu fræðslulöggjöf
um víða veröld. (Wolfgang Edelstein, 1988, bls. 111)
Í lögunum er einstaklingurinn settur í öndvegi og velferð hans. Eitt af markmiðum
þessara laga var að „efla heilbrigði einstaklingsins og stuðla að einstaklingsmiðuðu
námi“ (Lög um grunnskóla nr. 63/1974). Í fyrsta sinn var talað um lágmarkshlutfall
verklegs náms af heildarnámstímanum. Skyldi það vera að lágmarki einn fimmti en
helmingur að hámarki (Lög um grunnskóla nr. 63/1974).
Á árunum 1976–1977 komu út nýjar námskrár fyrir grunnskólann. Gefin voru út
bæði almennur hluti og námskrár fyrir einstakar greinar, eitt hefti fyrir hverja grein.
Þessi aðalnámskrá var afrakstur af starfi heils áratugar á vegum skólarannsóknar-
deildar menntamálaráðuneytisins (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2008). Á nýju náms-
sviði mynd- og handmennta var lögð áhersla á samþættingu myndmenntar, textíl-
menntar og smíða. Hannyrðir og smíði urðu í fyrsta sinn skylda fyrir bæði kynin
(Menntamálaráðuneytið, 1977). Gerð er grein fyrir meginmarkmiði með kennslunni
í smíði. Þar segir m.a.: „Fjölbreytt vinnubrögð í smíði, rétt beiting verkfæra ásamt
margvíslegri efnisnotkun gefur nemandanum möguleika til alhliða þroska og eru til
þess fallin að vekja og efla hæfileika sem með honum kunna að búa“ (Menntamála-
ráðuneytið, 1977, bls. 36). Enn eru markmið um þroska í hávegum höfð og eru mark-
mið kennslunnar talsvert uppeldismiðuð. Næsta námskrá fyrir mynd- og handmennt
kom út árið 1989 en með henni voru ekki gerðar teljandi breytingar á mynd- og hand-
menntahluta aðalnámskrár frá fyrri námskrá (Menntamálaráðuneytið, 1989).
Mismunandi námskrár í handmenntum hafa síðari ár byggst á grunnskólalögum.
Tafla 1 sýnir mismunandi heiti sem notuð hafa verið yfir handmenntir frá því um 1900
til 2007.