Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011126
tÓnliStarnámSefni fyrir leiKSKÓla – tVÖfaldUr fengUr!
leikskóla, nótur og texta af sönglögum og fjallað um hlustun og hljóðgjafa. Í síðasta
efnishlutanum eru kynnt algengustu gítargrip og ásláttur með nokkrum sönglögum.
Í lok bókarinnar eru síðan ítarlegar hagnýtar upplýsingar um flokkun sönglaga og
upplýsingar um efni og flytjendur á diskum ásamt lagalista, heimildalista og nafna-,
atriðisorða- og tilvísanaskrám.
Í fyrsta hlutanum gefur höfundur lesanda nokkra innsýn í fræðin sem liggja að
baki tónlistarfræðslunni. Fjallað er stuttlega um tónlistina sem fyrirbæri, þátt hennar í
þroska barna og mismunandi kennslustefnur í tónlistaruppeldi. Þessi hluti bókarinn-
ar er eins konar fræðilegur inngangur að því sem koma skal. Meginþungi bókarinnar
liggur síðan í miðhluta hennar (bls. 46–196) sem ber yfirheitið Tónlist í leikskóla eins
og nafn bókarinnar. Þar er fjallað um tónlist sem námsþátt í leikskóla og unnið út frá
Aðalnámskrá leikskóla, þar sem tónlistin er flokkuð í fjóra námsþætti. Þeir eru söngur/
talrödd, hreyfing, hljóðfæri/hljóðgjafar og hlustun. Öllum fjórum þáttunum eru gerð
nokkur skil. Fjallað er um hljóðfærin í máli og myndum, um mikilvægi hlustunar og
hreyfingar og síðast en ekki síst söngs. Höfundur gefur mjög skýr dæmi um hvernig
byggja megi upp söng- og tónlistarstundir í leikskóla með því að setja upp skipulag
tíma og kennsluleiðbeiningar fyrir kennara þar sem efninu er raðað í tímaröð, það
flokkað og skráð með tilliti til inntaks, kennslugagna, aldurs barna og fjölda. Þessi
uppsetning á örugglega eftir að verða mörgum leikskólakennaranum fengur, sérstak-
lega þeim sem eru að hefja starfsferil sinn. Höfundur fer einnig nokkuð yfir vinnulag
þemavinnu og samstarfsverkefna, hlutverk kennara og námsmat og loks eru gefnar
hugmyndir að námsefni. Þar eru tilgreindir hljóðleikir, nótur og textar sönglaga og
þulur og gefnar hugmyndir að umræðuefni og inntaki þeirra tónverka sem fylgja á
diski nr. 3. Eftir að hafa flett svolítið í miðkaflanum til að fá samhengi velti ég því
fyrir mér hvort betra hefði verið að skipta bókinni skýrar upp. Í raun virðist bókin
bæði geta verið hluti af námsefni fyrir verðandi leikskólakennara og námsefni fyrir
leikskóla. Enda segir höfundur í formála bókarinnar að tilgangur hennar sé „að skoða
hvaða tilgangi tónlist gegnir í lífi ungra barna“ (bls. 7), en einnig er henni ætlað „að
bæta úr brýnni þörf á námsefni fyrir leikskólastigið“ (bls. 7). Það vegur þó létt á móti
því framlagi sem bókin er til alls tónlistarstarfs í leikskólum.
Í þriðja hlutanum geta notendur bókarinnar síðan spreytt sig á gítarspili. Þar eru
gefnar leiðbeiningar um algengustu gítargrip, áslátt og einföld sönglög, sem vinsæl
eru hjá börnum, sem æfingaefni. Þetta er bráðsnjallt fyrir verðandi leikskólakennara
og aðra sem vilja geta spilað undir söng.
Þrír geisladiskar fylgja bókinni og eru þeir ómissandi við notkun efnisins. Tveir
þeirra innihalda sönglög og sá þriðji upptökur valinna verka í flutningi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. Sá fyrsti inniheldur sönglög, meðal annars í flutningi Mörtu
Guðrúnar Halldórsdóttur og Arnar Magnússonar. Allt yfirbragð flutningsins og
undirleikur er afar hófstillt og smekklegt. Píanóið er mest notað sem undirleikur við
sönginn en einnig alls kyns gömul en þó „nýstárleg“ hljóðfæri í þeirri meiningu að í
þeim heyrist sjaldan. Þetta eru symfónn, gígja, gemshorn og langspil. Mest virtust þau
notuð í sönglögum sem tengdust hreyfingu og myndaði það skemmtilega heild ásamt
mótvægi við lög sem fyrst og fremst eru hugsuð til söngs. Sérlega skemmtilegt fannst
mér að heyra bjarta barnsröddina hljóma með annars tærri rödd Mörtu í sumum