Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 19
ÁRNI BJÖRNSSON
Barnsöl og sængurbiti
1.
Helsti dagamunur, sem gerður er í sambandi við lífshlaup einstaklings-
ins, tengist hvarvetna fæðingu hans og nafngift, kynþroska (t. d.
ferming), hjúskaparstofnun og dauða. Ekki hefur það verið eins sam-
mannlegt frá örófi alda að halda upp á afmælisdaga, enda krefst það
allnákvæmrar tímatalsþekkingar. Af sjálfu leiðir, að hátíðabrigði vegna
stöðuhækkunar í samfélaginu eru skorðuð við tiltölulega fámennan hóp.
Svo er að sjá sem bamsfæðing hafi á Norðurlöndum löngum verið
allmikið gleðskapartilefni, einkum meðal kvenna. Sú athöfn skiptist
aðallega í tvennt. í fyrsta lagi dálitla hressingu fyrir móðurina og nær-
konurnar skömmu eftir að barnið var fætt og sýnt þótti að því og
móðurinni ætlaði að heilsast vel. Þá færðu grannkonur eitthvert góðgæti
á sængina, þ. á m. áfengan drykk, enda mun danska orðið barsel,
fæðing, til orðið úr barnsöl, þ. e. öldrykkja til heiðurs hinu nýfædda
barni.
Onnur veisla og öllu veglegri var svo haldin nokkrum dögum síðar,
þegar móðirin var stigin af sæng og gat sjálf stjómað samkvæminu. Það
var til heiðurs og þakklætis öllum þeim konum, sem verið höfðu móður-
inni hjálplegar um meðgöngutímann, einkum þó þeim, sem setið höfðu
yfir henni við fæðinguna. Það gat verið talsverður fjöldi fyrr á tímum,
og þarf ekki að furða sig á. Þegar hvorki voru tiltækir læknar né lærðar
ljósmæður og eitthvað bar út af, gat verið öryggi í því að hafa margar
viðstaddar, þar sem þá var meiri von til að einhver þeirra hefði komist
í tæri við það afbrigði, sem fyrir kom. í öðru lagi þurfti tiltekinn fjölda
vitna að því, að bam hefði fæðst með eðlilegum hætti til að koma í veg
fyrir hugsanleg dulsmál eða orðróm um sviðsetta bamsfæðingu vegna
erfðatilkalls einsog dæmi vom um.
Þessar fæðingarveislur eða barnsöl, þar sem konur einar fengu að
vera viðstaddar snemst stundum upp í töluvert svall og dáraskap, sem
var karlmönnum lítt þóknanlegt. Þegar konumar yfirgáfu móður og
barn, áttu þær nefnilega til að fara í hóp um nærliggjandi götur með
söng og háreysti og jafnvel spellvirkjum. Karlmaður, sem varð á vegi