Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 20
16
Árni Björnsson
þeirra, átti einatt fótum fjör að launa, því að þær höfðu hann að skimpi,
rifu af honum hatt og jafnvel brækur eða settust upp á vagn hans og
létu aka sér út um trissur. Stundum ruddust þær inn á ölkrár, tæmdu
glös gestanna eða hirtu spilapeninga þeirra. Þetta mun ein helsta
ástæðan fyrir mörgum tilskipunum yfirvalda, jafnvel konunga, sem áttu
að takmarka fjölda yfirsetukvenna svo og veitingar, sem þeim væru
bornar. Yfirleitt komu þessi boð og bönn þó fyrir lítið, enda örðugt um
eftirlit.1
2.
Einsog nærri má geta fer ekki mikið fyrir þvílíku athæfi í íslenskum
heimildum. Hér sem oftar er það vitaskuld strjálbýlið, sem setur íslend-
ingum skorður á sviði samkvæmismála. Þess var naumast að vænta, að
margar konur af nágrannabæjum hefðu viðlegu á heimili sængurkon-
unnar. Og lítil von var til að eiga þess kost að glensast við karlmenn á
förnum vegi milli bæja. Sömuleiðis voru áfengir drykkir sjaldan hand-
bærir á íslandi og þá helst í vörslu húsbænda.
Aðeins eitt dæmi úr íslendingasögum hefur fundist, sem bent gæti til
einhvers konar mannfagnaðar af þessu tilefni. Það er í Droplaugarsona
sögu, en frásögnin er harla óljós einsog víðar í sögunni og óvíst, hversu
samhengi er háttað:
Það var siður í þann tíma að færa konum þeim kost, er á sæng
hvíldu. Og svo bar til, að Droplaug fór að finna Ingibjörgu móður
sína á Bessastaði, og fóru með henni tveir þrælar. Þau fóru með
tvo uxa og þar á sleða. Droplaug var eina nótt uppi þar, því að
mannboð skyldi vera á Ormsstöðum einni nótt síðar, en það var
litlu fyrir vorþing.2
Fyrsta málsgreinin virðist nokkuð skýr: að siður hafi verið að færa
sængurkonum kost. Hinsvegar er óljóst, hver eða hvar sængurkonan er.
Eftir orðanna hljóðan liggur beinast við að ætla, að það sé Ingibjörg
1 Troels-Lund: Dagligt Liv i Norden i det sekstende Aarhundrede. Fjerde Ud-
gave. K0benhavn. Kristiania. VIII. Bind. Bls. 14-26, 53-59, 121-126. Kultur-
historisk leksikon for nordisk middelaider I, 354-65. Nordisk Kultur XX, 23-34.
Karin Liitzen: Kvindefester. UNIFOL 1979, bls. 65-94. Paul Sartori: Sitte und
Brauch, Leipzig 1910, I. 29-39. Handwörterbuch des deutschen Aberglaubens III.
1601. Sbr. Ludvig Holberg: Barselstuen.
2 Möðruvallabók. AM 132, fol. Bls. 142 v. Sbr. ísienzk fornrit XI, bls. 143—44
og LVIII.