Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 21
Barnsöl og sœngurbiti
17
móðir Droplaugar. En þess er getið nánast í sömu andránni, að Drop-
laug Spak-Bersadóttir hafi verið margra bama móðir, þegar þetta gerð-
ist. Móðir hennar hefði því hlotið að vera harla lengi í barneign eða
Droplaug orðið móðir mjög ung. Og er hvorugt útilokað. Loks er auð-
vitað ekki alveg víst, hvort það að hvíla á sœng merkir hér endilega
barnsburð eða einfaldlega sjúkdómslegu.
í annan stað er óljóst, hvar eða af hvaða tilefni mannboðið skyldi
vera. í grenndinni koma til álita Ormarsstaðir í Fellum, en naumast
Ormsstaðir í Eiðaþinghá. Einnig er hugsanlegt, að Ormsstaðir sé stytt-
ing fyrir Hallormsstaðir og loks, að hér sé um að ræða misritun fyrir
Oddsstaði, þar sem Droplaug bjó, einsog Jón Jóhannesson hyggur.3
Þá verður heldur ekki séð, hvort mannboðið stendur í sambandi við
vorþingið eða þessa hugsanlegu bamsfæðingu.
3.
Orðið barnsöl kemur a. m. k. einu sinni fyrir í íslensku fornbréfi. Árni
Magnússon getur í skrá yfir nokkur sjaldgæf íslensk orð um
bams öl í íslensku bréfi um Vatnsfjörð, dat. 1475. Þýðir í bréfinu
gestaboð eftir bamsfæðinguna. Inde Danicum Barsel.4
Þetta er trúlega sama bréfið og til er í eftirriti með hendi Styrs Þor-
valdssonar frá því um 1700. Það er vitnisburður frá 19. febrúar 1475
þess efnis, að Björn ríki Þorleifsson á Slcarði hafi gefið Solveigu dóttur
sinni Vatnsfjörð nýfæddri, og hefur það þá verið fyrir miðja 15. öld.
Þar segir svo:
Það gjöri eg Guðrún Egilsdóttir góðum mönnum viturlegt með
þessu mínu opnu bréfi, að eg heyrða Björn Þorleifsson lýsa því í
Breiðastofunni í Vatnsfirði í ísafirði laugardaginn næstan eftir
Jónsmessu Hólabiskups um vorið, en Solveig dóttir hans kom í
þennan heim miðvikudaginn næstan fyrir Jónsmessu í þeirri sömu
vikunni, en Solveig var borin upp í Breiðastofuna, er drukkið var
Bamsölið, að áðurnefndur Björn Þorleifsson sagði, að þessi hin
sama Solveig skyldi eiga jörðina Vatnsfjörð, er liggur í ísafirði.5
Þá getur sr. Jón Halldórsson í Hítardal um barnsöl árið 1727 í Víði-
dalstungu hjá Bjarna Halldórssyni þá skólameistara í Skálholti, síðar
3 Islenzk fornrit XI, bls. 144 neðanmáls.
4 Árni Magnússons Levned og Skrifter II. K0benhavn 1930, bls. 237.
5 íslenzkt fornbréfasafn V, 777.
Afmæliskveðja 2