Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 23
Barnsöl og sœngurbiti
19
almennt þesskonar gáfa) er mjög sætur átu og fyrir þá sök mikils
metinn af mörgum.10
Hinsvegar verður að álíta, enda þótt hartnær þrjár aldir séu milli
heimildanna um bamsöl í Vatnsfirði og Víðidalstungu, að sá siður hafi
verið til hérlendis, a. m. k. meðal heldra fólks og efnaðra. Það þarf því
ekki að vera eintóm yfirfærsla á dönskum boðum og bönnum, sem segir
í Tilskipan um eitt og annað í hjónabands sökum og móti lauslœti, með
fleira, á íslandi frá 1746:
6. Brennivín og annars áfengs drykkjar vanbrúkan við trúlofanir,
bmllaup, bamafæðingar, líkfylgdir og þvílík samkvæmi skal hér
með vera strengilega fyrirboðin.11
Þessi tilskipun er vitanlega mnnin undan rifjum sendimannanna Lúð-
víks Harboe og Jóns Þorkelssonar einsog margar aðrar frá þessum
áratug. Og hún sver sig mjög í ætt við danskar tilskipanir svipaðs efnis,
sem áður er getið. En hvort sem hún er þess valdandi eða ekki, verður
eftir þetta ekki bent á dæmi um þvílíkar fæðingarveislur í íslenskum
heimildum.
4.
Þess í stað rekumst við á nokkur dæmi þess frá 19. öld og síðar, að
konur geri heimilisfólki sínu og jafnvel nágrannakonum dagamun, þegar
þær stíga af sæng. Heitir þessi glaðningur þá oftast sœngurbiti, og síðar
sœngurkonukaffi eða annað álíka. Ekkert þessara orða hefur þó komist
á prentaðar orðabækur fremur en orðið bamsöl.
Sú þessara heimilda, sem lengst nær aftur, mun vera frásögn Ólafs
Davíðssonar, sem hann rekur til ömmu sinnar og ætti því að vera úr
Eyjafirði frá fyrra hluta 19. aldar:
Jón Ámason minnist hvergi á sængurbita, en það er glaðningur sá,
sem húsfreyjur gáfu heimilisfólkinu, þegar þær stigu af barnssæng.
Mér er óljóst, hvort sængurbiti tíðkast um þessar mundir eða ekki,
en móðir mín, Sigríður Ólafsdóttir, skrifar mér, að þegar móðir
hennar, Dómhildur Þorsteinsdóttir, hafi risið af barnssæng, þá hafi
hún ávallt gætt öllum á heimilinu á tiglidagamat, kjöti, brauði,
10 01. Olavius: Fáeinar Skíringar Greinir um Smifir og OstabúnaÖ á íslandi.
Kaupmannahöfn 1780, bls. 87.
11 Alþingisbœkur íslands XIII, 559.