Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 25
Barnsöl og sœngurbiti
21
gerði sér pottköku og geymdi í rúmsenda sínum og þar með smér-
dall.15
5.
Eins og sjá má og vikið var að í upphafi 2. kafla heldur mönnum ekki
við drukknun í heimildaflóði um þetta fyrirbæri, og ekki ber öllum
allskostar saman. Þó virðist siðurinn alltaf hafa þekkst í einhverri mynd,
hversu algengur, sem hann kann að hafa verið. Ennfremur er að merkja
eftirtektarverða fylgni í hinum fáskrúðugu heimildum, hvað meginorð
varðar: -öl fram á 18. öld, -biti á 19. öld og -kaffi, þegar kemur fram á
20. öld. Til er og orðið sœngurgildi sem þýðing á danska orðinu Barsel-
dag,16
Nú er ætlunin að rekja stuttlega, hvað borist hefur á síðustu ára-
tugum vegna beinna fyrirspurna varðandi þann sið, að konur gerðu
dagamun, þegar þær stigu af sæng. Venjan að fcera á sœngina eða
sœngurgföfin verður látin liggja milli hluta, enda er hún orðin algeng á
nýjaleik, hafi hún þá einhverntíma fallið niður, þótt gjafirnar séu nú
yfirleitt ekki nauðþurftarmatur. Sömuleiðis er sleppt að fjalla um það
atriði, hvort og hvenær fæðingar- og skírnarveislur fóru saman.17
Orðabók Háskólans hefur tvö dæmi um sœngurbita í talmálssafni
sínu. Annað er frá Rögnvaldi S. Möller í Ólafsfirði (f. 1915), sem telur
það hafa merkt matargjöf á sængina, meðan fátækt var almennt í sveit-
um. Þessi merkingarbreyting bendir til þess, að eldri sængurbitasiðurinn
hafi verið horfinn á þessum slóðum. Hitt er frá Ólafi Þ. Kristjánssyni úr
Önundarfirði (f. 1903), sem minnir sig hafa heyrt það, en man ekki
hvar. Hinsvegar nefnir Anna Sigurðardóttir (f. 1908) sœngurkonukaffi
frá Austfjörðum, en þar dvaldist hún á árunum 1937-59. Merkti það
kaffi, sem sængurkona gaf, þegar hún fór fyrst á fætur.
Þjóðminjasafnið sendi haustið 1963 út langa spurningaskrá um
Barnið, fœðing og fyrsta ár. Spurt var alls um 135 tölusett atriði auk
málshátta og vísna. Ein spurningin (XII. 7) hljóðaði svo:
Gerði konan heimiiisfólkinu dagamun í mat, er hún steig á fætur
eftir barnsburð? Var glaðningurinn nefndur eitthvað (sœngurbiti
t. d.)?
15 Sigfús Sigfússon: íslenzkar þjóð-sögur og -sagnir VII. Reykjavík 1945,
bls. 46.
10 Eimreiðin 1898, bls. 190.
17 Sbr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili: íslenzkir þjóðhcettir, bls. 263.