Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 26
22
Árni Björnsson
Við þessari skrá bárust alls 73 svör úr öllum landshlutum að kalla.
Af þeim sýndu 57 þessari tilteknu spurningu einhver viðbrögð, og
aðeins 3 þeirra könnuðust ekkert við siðinn, hvorki af eigin reynslu né
afspurn. Þá voru 54 eftir, og voru 40 þeirra fædd á bilinu 1876-1900,
8 frá 1901-10 og 4 yngri, en 2 tilgreindu ekki fæðingarár.
Svör þessa fólks eru að vísu ekki einhæf, en oftast er þó svarað á
sem stystan hátt, svo sem með einföldu „jái“ eða undirstrikun orða í
skránni. Eftirfarandi niðurstöður koma samt í ljós:
24 kannast við siðinn að gefa glaðning, þegar kona stígur fyrst af
sæng eftir bamsburð og allt hefur gengið vel, án þess að vita eða geta
um nokkurt nafn á honum né heldur í hverju þær veitingar vom fólgnar.
9 nefna orðið sœngurbiti fullum stöfum, en 8 láta sér nægja að undir-
strika orðið. Hér verður þess að gæta, að spurningin kann að hafa verið
örlítið leiðandi. 5 geta þess, að gefið hafi verið kaffi og brauð eða
lummur, en nefna ekkert heiti á athæfinu. 4 nefna sœngurkonukaffi, 3
sængurkaffi, 1 sœngurkonuglaðning (Hnífsdalur) og 1 sœngurmat
(Hornafjörður). Ein kona úr Álftaveri (f. 1890) segir, að þessi daga-
munur hafi að vísu verið gerður, en sængurbiti hafi verið hið sama og
sængurgjöf.
Annars er naumast hægt að sjá nokkra landshlutaskiptingu eftir þess-
um heimildum. Þó má geta þess, að 5 af 7 /ca///-samsetningum em frá
Norðausturlandi og Strandasýslu. Tveir menn úr Borgarfirði benda á,
að konan hafi ekki endilega séð sjálf um þessar veitingar, þótt hún væri
stigin af sæng, heldur sú sem annast hafði húsverkin, meðan á sængur-
legunni stóð og jafnvel konur af öðmm bæjum. Þá halda tveir menn
því fram, að þessi glaðningur hafi ekki þekkst nema á velmegandi heim-
ilum, þar sem mörg vinnuhjú vora. Er annar þeirra frá Hnífsdal (f.
1883), en hinn af Snæfellsnesi (f. 1893).
6.
Varla er vogandi að draga víðtækar ályktanir af fyrrnefndum heimild-
um. Eftirfarandi rissmynd sýnist þó eðlilegust:
Siðurinn hefur aldrei verið mjög almennur, en þó haldist við sum-
staðar fram yfir síðustu aldamót meðal efnaðra fólks, þar sem margt
var í heimili. Fram á 18. öld virðist áfengi eitthvað vera um hönd haft
í þessum veislum, en síðar er meir getið um átmat, og loks verður
kaffið og kökumar ofaná. Siðurinn virðist svo deyja út með öllu