Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 35
Um sérhljóðabreytingar á undan samhljóðaklösum með 1-i 31
dutla og dútla, skrapla og skrápla, sitla og sítla o. fl. í einstaka tilvikum
eru dæmin um breiSa stofnsérhljóðann eldri, t. d. í kótla : kotla, síðla :
siðla. En oftast eru þó dæmin um grönnu stofnsérhljóðana elst, t. d. í
fitla, kitla, tutla, typplingur, vigla o. fl. Auk þess bendir ættfærsla fyrr-
greindra orða yfirleitt til þess að granni sérhljóðinn sé þar upphaflegri
hvað sem líður tímasetningu einstakra dæma. So. að dutla (dútla) svarar
t. d. til nno. dutla í svipaðri merkingu og á efalítið skylt við ísl. duttl-
ungur og dytta ‘dangla, banka’, sbr. og nno. dutta ‘dangla í, dunda við’.
So. kotla á sér víxlmyndina kvotla, sem dæmi eru um frá 17.ö. og síðar,
og hún á sér aftur tvímynd í nútíma talmáli, kvótla. Vísast er þó kotla
upphaflegri orðmynd en kvotla, ko- hefur orðið kvo- eins og allmörg
dæmi eru um.1 So. skrapla á efalítið skylt við skrapa ‘skrölta laus’, sbr.
einnig nno. skrapla ‘snörla’ og sæ.máll. skrapál ‘skrölta, smella, dynja
(um regn)’. Ekki er fullvíst um upphaflegt stofnsérhljóð í sitla : sítla.
Elsta dæmið er frá Sveini Pálssyni og með í, en dæmin með i eru frá
öndverðri 19. öld, og sögnin merkir ekki eingöngu að seytla, renna
hægt, en er líka höfð um suðuhljóð og krymt í krökkum. Líklegast þykir
mér að orðmyndin með i [1] sé eldri og orðið sé í ætt við nno. sitle f.
‘lækjarsytra’. Hér er e. t. v. um einskonar hljóðgerving að ræða, þótt
hann kunni í öndverðu að vera í tengslum við ie. rótina *sei- ‘renna,
seytla’.2
Fornmálsdæmi eru sönnun um upphaflegan grannan sérhljóða í orð-
um eins og kitla, fitla, tutla (so.) og dauðyfli, sbr. og gotn. dauþubleis
‘feigur’. Orðin typplingur og typplóttur eru tengd toppur og typpi, og
stigl, stigli svarar til nno. stigl, stigle m. ‘fleyglaga speldi í treyju’ og sæ.
máll. steglap ‘geiri í skyrtu’, og bendir það til granns stofnsérhljóða. Um
so. að siðla er vant að dæma; hún virðist nokkuð staðbundin, helst
tíðkuð austanlands og borin þar fram með i [i], dæmið með í [i] er að
vísu lítið eitt eldra, en einangrað, og /-ið gæti verið upphaflegra.
Orðmyndir eins og bjaklaður og bjákiaður eru staðbundnar og dæmin
1 Þó nokkur dæmi eru um hljóðbreytinguna ko-> kvo, go-> gvo-, gu- < gvu
frá því um og upp úr 1600, sbr. t. d. orðmyndir eins og kvok, kvostr, gvólf og
gvugna í orðabók G.A. Þá má og benda á tvímyndir eins og kvolast og kolast og
framburðarmynd eins og gvuð o. fl. Hugsanlegt er að þessi hljóðbreyting sé tengd
þeim umskiptum í hljóðdvöl, sem var um það að ljúka um þetta leyti, og hafi í
byrjun verið bundin við stuttstofnaorð, er þá fengu langt stofnsérhljóð, en breiðst
svo út til langstofna.
2 Hálfgildings hljóðgervingur af svipuðum toga er líklega so. sírla ‘sjóða lengi’,
(A-Sk.), sbr. nno. sirla ‘niða lágt, seytla’, svissn. siren, sirelen ‘gráta sárt’.