Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 36
32
Ásgeir Bl. Magnússon
um þær ung, enda eru þær tæpast gamlar. Um víxlmyndirnar máríátla
og máríatla eru að vísu dæmi frá 17. og 18. öld (Ól.Dav.Þul.), en þessar
orðmyndir eru tilorðnar úr máríuer(t)la, sbr. og máríétla, og breyting
granna sérhljóðsins þar því ekki mjög gömul frekar en í bjaklaður.
Engin dæmi eru um grannan stofnsérhljóða í hógla f. eða hrógla f., v.
Hinsvegar bendir sennileg ættfærsla til upphaflegs stutts stofnsérhljóðs;
hógla ‘hrúga’<i*hogla <j*hugalön, sk. haugur og eyjarh. Hugl, og
hrógla f. og v. < *hrogla <i*hrúgalön, sk. hrúga og hryggur m. og hró
n. ‘smáhæð, . ..’ <j*hrúha~. Ég hef látið so. risla, rísla fljóta hér með,
enda þótt elstu öruggu dæmin bendi fremur til í-s í stofni. Jón Rúgmann
(Monosyllaba) hefur að vísu i í orðinu, en því er ekki að treysta með
því að i er þar stundum látið tákna f-hljóð í stað ij sem er þó venjulegra.
Þá má og vera að rísla sé to., sbr. d. risle og þ. rieseln. Elstu dæmi um
so. rísla í íslensku eru þó eldri en elstu dæmi um risle í dönsku, auk þess
sem elstu tilfærðar merkingar íslenska orðsins eins og að hlaupa um,
sópa, föndra, dútla þekkjast ekki í samsvarandi orðmynd í grannmál-
unum.1 En hvað um það, orðið kann samt að vera to. og myndirnar
með í eldri. Örugg dæmi með i eru ung og sýnast nokkuð svæðisbundin,
tengd mest við Suðausturland.
Þá eru það sagnirnar kákla og kóklast. Hér leikur nokkur vafi á um
upphaflegt hljóðgildi stofnsérhljóðanna. Orð þessi hafa yfirleitt breiðan
sérhljóða í máli síðari tíma (t. d. í BH og JGrv.). Þó er ritað koklast í
heimild frá um 1700, en vöntun yfirsetts hljóðgildismerkis er því miður
ótryggari vitnisburður en setning þess. í orðabók G.A. standa t. d. orð-
myndirnar kakla og koklast án hljóðgildismerkis yfir a eða o. En með
því að sérstök táknun breiðra sérhljóða er þar mjög á reiki má vera að
lesa eigi kákla og kóklast. Þó gæti rithátturinn kocklast í hdr. að orða-
bók G.A. (Bodleian Library 2 MS Junius 20) sem og ættfærsla G.A. á
orðinu, sk. gr. kokhlea ‘snigill’ bent til granns stofnsérhljóða.
Orðmyndir þessar koma líka fyrir í Skíðarímu (61.v.), sem talin er
frá 15. öld, en þar eru mörg handrit, en engin eldri en frá 18. öld, og
þar getur að lesa ýmist káklast eða kóklast og líka án yfirsettra komma
kaklast, koklast, þá koma og fyrir tilbrigði eins og kastast og kallast.
i Oftast er talið að d. risle, nno. rísla og sæ. rissla séu to. úr þ., sbr. nhþ. rieseln
og mhþ. riselen ‘drjúpa, úðarigna’ og að orðin séu skyld so. rísa, af rót *rei-s-
‘Iyftast, falla’. Þetta er þó efa orpið, og aðrir ætla að hér sé um hljóðgervinga að
ræða.