Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 77
73
Hugljómun um kölska
kölski.1 Áður en ég vík að skýringu hans langar mig til að gera þá
athugasemd að ég fæ ekki séð að orðið kölski sé eða hafi nokkurn tíma
verið notað sem blótsyrði, þ. e. til áköllunar, formælingar eða sem
merkingarsnauð áherzla með öðru orði. Aldrei heyrist maður segja hver
kölski(nn), hver kölski(nn) gengur á, kölski(nn) hafi það eða hann er
kölski Ijótur. Allt eru þetta ótækar setningar (orðasambönd) miðað við
málvenju. Einnig er það athugunarvert, að orðið djöfull og samheiti
þess, svo sem andskoti, fjandi, fjári, grefill o. s. frv., eru iðulega notuð
með viðskeyttum greini, en sú notkun orðsins kölski virðist óhugsandi.
í góðu samræmi við þá málvenju hefur Einar Ólafur Sveinsson í efnis-
skrá við hina ljósprentuðu útgáfu Þjóðsagna Jóns Árnasonar mark-
orðin djöfullinn annars vegar, en kölski hins vegar,2 og er djöfullinn þó
ekki blótsyrði í þjóðsögunum. Að greinisleysi orðsins kölski vík ég
betur síðar.
Kveikjan að fyrrgreindri hugljómun minni um uppruna orðsins kölski
var sú, að eitt sinn sat ég uppi um ýlisóttu og var að blaða í orðabók
Bjöms Halldórssonar sem ég hafði eignast þá fyrir skömmu. Þar getur
að líta eftirfarandi orðaklasa:
Kölski, m, satanas, Djævelen, 2) senex procax, en ublu, gammel
Knark.
Kölskulegr, vehemens et absurdus, heftig og urimelig.
Kölskulega, vehementer, heftigen.
Kölsugr, sarcasticus, spodsk.3
Ég hafði ekki áður veitt þessum orðum athygli í samhengi, en nú sá
ég í einni sjónhendingu að þau voru öll einnar ættar. Ég átti aðeins eftir
að færa sönnur á það!
Eftirtektarverð er seinni merkingin sem Bjöm Halldórsson getur um
við orðið kölski: ósvífinn gamall karlhlunkur eða nöldurseggur. Þeirrar
merkingar er að engu getið í orðabók Sigfúsar Blöndals, en kunn er
hún á 17. og 18. öld, eins og brátt verður vikið að.4
1 Skírnir 1927, bls. 48-61; endurprentuð í Guðmundur Finnbogason: Huganir,
Rvík 1943, bls. 212-224.
2 íslenzkar þjóðsögur og œvintýri, nákvæm eftirmynd af frumútgáfunni 1862-
1864, II. bindi, 9. hefti, Rvík 1938, bls. 671 og 687.
3 Björn Halldórsson: Lexicon Islandico-Latino-Danicum, Vol. I, Khöfn 1814,
bls. 471-472.
4 Merking sú sem tilfærð er í viðbæti Blöndals (Tillæg og rettelser), „ífæra til
að ná í slátur í tunnu“, skiptir hér ekki máli (Sigfús Blöndal: Islandsk-dansk ord-
bog, Rvík 1920-1924, bls. 1036, 2. dálkur).