Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 78
74
Bjarni Vilhjálmsson
Af framangreindum orðum úr orðabók Bjöms Halldórssonar kemur
aðeins eitt, kgl(í)sugr, fyrir í fomu máli, og í orðabókum er aðeins
tilfært eitt dæmi um það. Það er í Grettis sögu, 37. kapítula, þar sem
segir um Þorbjöm ferðalang, er Grettir vo, að „hann hafði bæði verit
kífinn ok kpllsugr".5 Fyrr í sögunni, í 30. kapítula, er Þorbimi þessum
svo lýst: „Hann var tilfyndinn ok fór með dámskap til ýmissa manna.“6
Báðar lýsingamar koma í einn stað niður: Þorbimi er lýst sem háð-
sömum manni eða meinyrtum og að hann hafi borið spott eða flimtan
manna á milli.
Eftir að ég fór að skyggnast um í seðlasafni Orðabókar Háskólans í
því skyni að rökstyðja tilgátu mína, rakst ég á annan vitnisburð Bjöms
Halldórssonar. Sá vitnisburður kemur fram í grein eftir Jón Helgason
prófessor, Björn Halldórssons supplerende oplysninger til Lexicon Is-
landico-Latinum.7 Þar er að finna eftirfarandi skýringu Björns Hall-
dórssonar: „Kólski tekst fyrir ertingasamt gamalmenni, sem sarcastice
ertir upp adra menn, ellegar lætur alltid merkia illa meining syna, þar
fyrir kalla menn diofulinn kólska, helst ironice og kólskulegur kiemur
þaraf, sem hvortveggia er alkiendt ord. kiemur af ordinu kalls.“8
Skylt er að geta þess hér, að Jón Helgason sér nokkum ljóð á ráði
Björns Halldórssonar sem orðabókarhöfundar. í fyrrnefndri grein
farast honum svo orð: „En af B. H.s skavanker som leksikograf træder
klart frem i hans kommentarer, nemlig hans tendens til at hengive sig
til etymologiske spekulationer og lade dem influere pá sine definitioner
af ordenes betydning. Det er næppe npdvendigt at nævne at hans
etymologier hyppigt er forkerte eller ganske usikre.“9
Það er að sjálfsögðu ekki ofmælt hjá Jóni Helgasyni að uppmna-
skýringar Bjöms Halldórssonar missi tíðum marks eða orki tvímælis,
enda var tími málsöguvísindanna og samanburðarmálfræðinnar og þar
með nútíma orðsifjafræði ekki upp mnninn um hans daga. Sé litið á
aldur hinna miklu brautryðjenda samanburðarmálfræði má nefna að
Franz Bopp var þriggja ára, Rasmus Kristján Rask 7 ára og Jacob
Grimm 9 ára, þegar Bjöm Halldórsson dó (1794), örvasa og hafði verið
5 íslenzk fornrit VII, Rvík 1936, bls. 127.
6 Sama rit, bls. 101.
7 Bibliotheca Arnamagnceana Vol. XXIX (Opuscula III), Khöfn 1967, bls. 101-
160.
8 Sama rit, bls. 139.
9 Sama rit, bls. 103.