Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Qupperneq 79
Hugljómun um kölska
75
blindur hartnær áratug. Þar með er þó ekki sagt, að allt sem menn gátu
sér til um skyldleika orða fyrir daga þessara skörunga hafi verið tóm
endileysa. Hér á eftir verður reynt að ganga úr skugga um hvort það
sé einber hugarburður, að orðið kölski sé dregið af orðinu kal{l)s með
lo. köl(l)sugur (kgllsugr) að millilið. Framvegis verða orðin kalls og
köllsugur rituð með ‘11’ nema rithátturinn sé tilvitnun í annarra rit.
Athyglisvert er að í skýringum sínum telur Björn Halldórsson merk-
inguna ‘illorður karlskröggur’ á undan satansmerkingunni í orðinu
kölski, öfugt við það sem í orðabókinni stendur, enda er það að öðru
jöfnu eðlilegra að samnafnsmerkingin sé eldri en sémafnsmerkingin.
Það er deginum ljósara að lo. köllsugur er dregið af no. kalls sem
venjulega merkir ‘háð, spott, kerskni’, sbr. so. kallsa sem bæði getur
merkt að ‘hæða’ og ‘minnast á e-ð lauslega’. Orðsifjafræðinga greinir á
um hvort kalls og kallsa eigi uppmna sinn í so. kalla eða lo. kaldur.10
Ég læt það liggja milli hluta, því að það breytir engu um tilvist og
hegðun lo. köllsugur.
Það er bagalegt að lo. kgllsugr virðist aðeins koma fyrir í nf. et.
hinnar sterku beygingar að fomu.
í fornu máli er það föst regla að í lýsingarorðum sem mynduð era
með viðskeytunum -ag-, -ig-, -ug- fellur brott sérhljóðið í viðskeytinu
og tvö atkvæði dragast saman í eitt ef fallendingin hefst á sérhljóði eða
er sérhljóð, með eða án breytingar á stofnsérhljóðinu. Dæmi: heilagr —
hélgan\ ggfugr — ggfgan. Ef rót lýsingarorðsins endar á hörðu lok-
hljóði harðnar g viðskeytisins í k. Dæmi: máttigr — máttkan; pstugr —
pstkir. Endi rót lýsingarorðsins á s, virðist gilda sama regla. Færa má
rök að því, að lo. lúsugr sem í fornu máli virðist aðeins koma fyrir í
nf. kk. et. sterkrar beygingar, þar sem ekki eru skilyrði fyrir samdrætti,
hafi verið *lúskan í þf. Það sýnir no. lýski sem í fornu máli er haft um
lúsasótt (‘lúsugheit’) og hlýtur að vera myndað af framangreindu lýs-
ingarorði (*lusugl > lýski). Ekki hef ég fundið annað lýsingarorð en
kgllsugr með -ls- í rót á undan viðskeytunum -ag-, -ig- eða -ug-, en
10 Sjá einkum Ferdinand Holthausen: Vergleichendes und etymologisches Wör-
terbuch des Altwestnordischen, Göttingen 1948, bls. 148, og Jan de Vries: Alt-
nordisches etymologisches Wörterbuch, 2. útgáfu, Leiden 1962, bls. 299. Halldór
Halldórsson: Stafsetningarorðabók mcð skýringum, 3. útgáfa 1980, bls. 83, hallast
fremur að rithættinum kals, kalsa en kalls, kallsa, enda þótt hann telji orðin rót-
skyld so. kalla. Svo er þó að sjá sem Holthausen líti á kalls sem tvö orð, annað í
merkingunni „Verlangen“, dregið af kalla, en hitt í merkingunni „Spott, Hohn“,
dregið af kald-r.