Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 82
78
Bjarni Vilhjálmsson
aldrei fundist á henni viðhlítandi skýring. Ég fæ því ekki varist að breyt-
ingin troll > tröll sé of einangrað fyrirbæri til þess að til hennar verði
vitnað um hljóðbreytingar í öðrum orðum.
Ég leiði hest minn algerlega frá því að skýra uppruna orðmyndanna
köllus og kollus (kollús, kollhús eða köllús) og læt liggja milli hluta
hvort þær standa í nokkru sambandi við orðið kölski eða ekki. Þess skal
þó getið að Jón Ólafsson frá Grunnavík telur í orðabók sinni (undir
kaldur) að köllus sé dregið af kölski. Honum farast svo orð: „Hinc [þ. e.
af kölski] in carminibus quibusdam sec. xiv. vel paulo post invenitur
vocula Köllus, Latina terminatione, Diabolum denotans.“
Að skýringu Guðmundar á orðinu kölski hallast Halldór Halldórsson
í stafsetningarorðabók sinni og telur venju að rita kölski „þótt ýmsir
telji faguryrði/skrauthverft orð (euphemismus) af kollur, þ. e. ,hinn
kollótti1 “,19 Alexander Jóhannesson vísar beinlínis í grein Guðmundar
í upprunaskýringu sinni.20 Raunar væri það furðulegt að gefa fjandan-
um gælunafn sem merkti „hinn kollótti“ þar eð miðaldamenn hugsuðu
sér hann einmitt homóttan engu síður en með klaufir sem alkunnugt er
af myndum.
Skal nú aftur vikið að seðlasafni Orðabókar Háskólans, og verður þá
hugað bæði að nafnorðinu kölski og lýsingarorðinu köllsugur.
Elzta dæmið um kölska er frá árinu 1601. Þá kom út á Hólum ritið
Christileg Vnderuiisun Vm odaudleika Saálarennar o. s. frv., þýtt úr
ýmsum ritum af Guðbrandi Þorlákssyni. Þar er talið að djöfullinn eigi
það jafnvel til að bregða sér í líki Ijóssins engils, en síðar er bætt við:
„Enn a Klaufónum ma Kaullska kienna“ (bls. 89). Enginn efi er á því,
að orðmyndin er hér kölski, svo algengt sem það er að au er notað til
að tákna ö á þessum tíma.
Næstur að aldri er séra Jón Magnússon í Laufási (1601-1675), sem
er heimildarmaður bæði um nafnorðið kölski og lýsingarorðið kölls-
ugur. Hann var vinsælt skáld á sinni tíð þótt fátt væri prentað eftir hann
að honum lifandi. Nokkur kvæða hans voru prentuð eftir hans dag, en
margt liggur eftir hann í handritum. Skulu nú tilfærð nokkur dæmi frá
honum:
19 Hátldór Halldórsson: Stafsetningarorðabók með skýringum, Ak. 1947 og
Reykjavík 1968 og 1980 við kölski.
20 Alexander Jóhannesson: Islandisches etymologisches Wörterbuch, Bern
1951-1956, bls. 308.