Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 83
Hugljómun um kölska
79
„Cham ad F0dur kiimde
k0llsugur fyrer þad starf.“21
„Þvii k0llske vill þaa komast þar upp aa mille.“22
„Kollska eg Tolfta kappann tel,
kiæn(n) ad dara og spotta,
allsvipadur Ismael,
einatt kunne glotta11.23
Eftirtektarvert er hverjir eru í síðasta dæminu taldir eiginleikar
kölska, og það má mikið vera ef höfundur hefur ekki einmitt haft lýs-
ingarorðið köllsugur í huga.
Þá er komið að síðasta dæminu frá séra Jóni Magnússyni, en engan
veginn því ómerkasta:
„I Kyrkium þar Menn kienna og hlijda,
Hinn Kpllske vill þad ecke lijda.“24
Hér er ekki annað sjáanlegt en að kölski sé lýsingarorð í veikri beyg-
ingu. Þar sem lýsingarorðið *kölskur er óþekkt, verður að hafa það
fyrir satt að hér lifi hin forna beyging lýsingarorðsins köllsugur. Er þá
einmitt kominn í leitimar „the missing link“ milli lýsingarorðsins og
nafnorðsins. Hin veika beyging lýsingarorðsins verður að nafnorði, en
á annan hátt en Guðmundur Finnbogason hugsaði sér það. Ég lít
raunar á þetta dæmi sem úrslitasönnun í málinu. Nafnið kölski merkir
því upphaflega „hinn spottsami“, „spottarinn“.
Næst skal hér tilfært dæmi úr orðabók Guðmundar Andréssonar.25
Þar segir undir orðinu kalls sem hann þýðir ‘jocus, lusus, ludificatio’:
21 Jón Magnússon: Oeconomia christiana Edur Huss-Tabla o. s. frv., Khöfn
1734, bls. 94.
22 Sama rit, bls. 45, í kvæðinu Hjónaspegill.
23 Grobíansrímur, 33. erindi í fyrstu rímu, ÍB 105,4*0, bls. 507. Hér er verið
að segja frá 12. syni Grobíans karls og Gribbu kerlingar. Séra Jón Magnússon í
Laufási er talinn höfundur fjögurra fyrstu rímna þessa rímnaflokks (Finnur Sig-
mundsson: Rímnatal I, Rvík 1966, bls. 177-179).
24 Ein Lijtil Psalma og Visna Book II, Hólum 1757, c, 6r. Dæmið er úr 6. rímu
Bíleamsrímna, 7. erindi.
25 Guðmundur Andrésson: Lexicon Islandicum o. s. frv., Khöfn 1683, bls. 139,
síðari dálkur. Guðmundur fæddist nálægt 1610 (sjá Bjarni Jónsson frá Unnarholti:
íslenzkir Hafnarstúdentar, Ak. 1949, bls. 27), en dó 1654.