Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 84
80
Bjarni Vilhjálmsson
„kollske/ Satanas, Irrisor“. Merkilegast er þar að hann kannast við
spottaramerkinguna og tengir orðið við kalls þó að hann geti ekki um
orðið köllsugur sem augljóslega er milliliður. Rithátturinn o er ekki
marktækur og getur hæglega staðið fyrir 0.
Áður hefur verið vikið að því, að nafnið kölski sé kunnast úr þjóð-
sögum. Eins og kunnugt er, viðaði Árni Magnússon að sér nokkrum
sögnum um Sæmund fróða. Þær eru prentaðar í Munnmœlasögum 17.
aidar, Bjarni Einarsson bjó til prentunar, Rvík 1955, bls. 39-48, og
flestar áður, nokkuð breyttar að orðfæri, í Þjóðsögum Jóns Ámasonar
I, Leipzig 1862, bls. 485-490. í hinni nýju útgáfu okkar Árna Böðvars-
sonar, I, Rvík 1954, bls. 469-475, eru þessar sömu sögur hins vegar
gefnar út eftir handritum í Árnasafni.
í umræddum sögum kemur orðið kölski aðeins einu sinni fyrir: „rak
kölski þá niður hnefa sinn“.26 Tekið skal fram að ekki má draga máls-
sögulegar ályktanir af fyrirsögnum þessara sagna í hinni nýju útgáfu
þjóðsagnanna, því að þær em samdar af okkur Árna Böðvarssyni. Saga
sú sem orðið kemur fyrir í er ásamt fleiri sögum með hendi Áma
Magnússonar, en virðist skráð eftir glötuðu handriti Halldórs Þorbergs-
sonar lögréttumanns í Skagafirði (d. 1711, kominn hátt í nírætt). Skylt
er að geta þess (sbr. Munnmælasögur 17. aldar, bls. 48) að á umrædd-
um stað í handritinu stendur kollski. Þó að Árni Magnússon muni yfir-
leitt hafa gert greinarmun á o og ö í því sem hann skrifaði frá eigin
brjósti, gat hann vel haldið hér ónákvæmum rithætti forrits síns.
Athyglisvert er að allar þær heimildir, sem getið hefur verið hér að
framan, eru norðlenzkar að uppruna, ef gert er ráð fyrir að Ámi Magn-
ússon hafi haldið orðalagi Halldórs Þorbergssonar. Gæti það e. t. v.
bent til þess að orðið hafi myndast á Norðurlandi þó að það verði ekki
fullyrt.
Nú skal vikið að fleiri dæmum í seðlasafni Orðabókar Háskólans sem
tekin eru úr orðabók Jóns Ólafssonar frá Gmnnavík.
Undir orðinu kalls farast honum svo orð: „kóllsigr, irrisiosus . . . qui
sæpe irridet, ut Thordus Magni in Rhythmis de Rolando ... Sect. xiv,
str. 27. Kólsigr Belsi keppinn bupp/ kvadst hinn nedsti heita.“
Tilvitnun þessi er tekin úr Rollantsrímum (Runcivalsrímum), 27.
erindi í 14. rímu, eftir Þórð Magnússon á Strjúgi sem uppi var á 16.
öld, kvænist 1574. Eftirtektarvert er að orðið köllsugur er hér haft um
26 Munnmœlasögur 17. aldar, bls. 43; Þjóðsögur Jóns Árnasonar, ný útgáfa,
I, bls. 473.