Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 87
Hugljómun um kölska
83
Það er t. d. ekki í orðabók Blöndals. Ekki er það heldur í stafsetningar-
orðabók Halldórs Halldórssonar, væntanlega af því að hann hefur ekki
litið á það sem hluta af lifandi orðaforða tungunnar.
Ef framangreind orðskýring reynist rétt, þá fer því fjarri að kölski sé
upprunalega skrauthverft orð (euphemismus). Með nafninu er aðeins
tekið mið af einum þætti í fari paurans, en samkvæmt kristinni siðfræði
er háð og spott djöfullegs eðlis. Vafalaust mætti finna því stoð í guð-
fræðilegum ritum, en ég læt hér nægja að vitna til alkunnra íslenzkra
bókmennta.32
Mjög glöggur vitnisburður um fordæmingu kristins manns á háði,
spotti, kallsi, hrópi og dári er kveðskapur Hallgríms Péturssonar, ekki
sízt Passíusálmarnir. Orð af því merkingarsviði eru bæði mörg og fjöl-
breytileg í sálmunum. Segja má, að 14. sálmurinn, Um þjónanna spott
við Kristum, sé ein samfelld útmálun á háði og spotti með áminningum
og viðvörunum til lesandans. Það gleymist ekki heldur að tengja háð-
semina myrkrahöfðingjanum:
„Samvizkuslög og satans háð
sefi, Jesú, þín blessuð náð.“ (8. vers)
Og í sama sálmi er ein sígildasta ráðlegging skáldsins:
„Ókenndum þér, þó aumur sé,
aldrei til leggðu háð né spé.“ (19. vers)
Og í Heilræðavísum, sem beint er til ungmenna, víkur hann tvisvar
að hinu sama: „Hafðu hvorki háð né spott“ (2. vers) og „varast spjátur,
hæðni, hlátur“ (8. vers).33
Og enn segir hann í Heilræðasálmi:
„Forðastu þá, sem fara með smán,
falsyrðin, háð og spé.“34
Vera má að íslenzkar hugmyndir um djöfulinn sem sérstakan spottara
megi rekja aftur til hinnar heiðnu og rótgrónu viðkvæmni fyrir níði,
32 Þess má geta, að scra Páll í Selárdal (1621-1706) og séra Jón Daðason í
Arnarbæli (1606-1676) orða djöfulinn við spott og spé í galdraritum sínum, sbr.
Kennimark kölska, Rvík 1976, bls. 82 (óljóst orðalag) og bls. 143 („djöfullinn ...
spéar hann segjandi...“.).
33 Hallgrímur Pétursson: Sálmar og kvceði II, Rvík 1890, bls. 338-339.
34 Magnús Jónsson: Hallgrímur Pétursson I, Rvík 1947, bls. 332.