Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 89
EYVINDUR EIRÍKSSON
Burgeisar, ribbaldar, barúnar og
allt það hafurtask
0. Samantektinni, sem hér birtist, er ætlað að gera grein fyrir aðlögun
miðenskra tökuorða að beygingakerfi íslensku á 14. og 15. öld.
1975 birti ég greinarstúf um beygingalega aðlögun nokkurra enskra
tökuorða í nútímaíslensku í Mími 23 (sjá Eyvindur Eiríksson 1975:55-
71).
Seinna athugaði ég allmörg orð, sem líkur benda til að komið hafi úr
miðensku inn í íslensku á 14.-15. öld. Sú athugun hefur ekki birst á
prenti en á þeim grunni er byggt það, sem hér stendur í grein.
1.1. Menningarsögulega má ætla miðensk tökuorð komin eftir tveimur
leiðum, bókmenningarleið, sem svo má kalla, og verslunarleið. Auk
þess er nokkuð um miðensk kristniorð, ekki síst í klausturmáli, en ensk
kristileg áhrif eru þó fyrst og fremst fomensk.
1.2. Tímabilið, sem hér um ræðir, má segja að sé tími miðenskra áhrifa
á íslenskt mál.
Ytri mörk viðmiðaðs tíma em mörk miðensku og fomensku, sem
flestir setja um 1150, og miðensku og nýensku eða eldri nýensku, sem
ýmist em sett um 1450 eða um 1500.
Innri mörkin eru þá sá tími, sem miðenska hefur áhrif á íslensku í
formi tökuorða. Áhrifin virðast ekki mikil fyrr en á 13. öld en standa
allt til 1500, líklega þó tveimur til þremur áratugum betur. Þau ná sem
sé inn á nýenskan tíma, eða hluta þess breytingaskeiðs, sem verður milli
miðensku og nýensku.
Vegna sérþróunar íslensku og tiltölulega hægra breytinga fellur tíma-
bilaskipting í íslensku illa að tímabilaskiptum nágrannamálanna, sbr.
orð Halldórs Halldórssonar (1970:368):
Because of the length of the Old Icelandic period it overlaps, for
example, the boundaries of Old and Middle English and of Old