Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 92
88 Eyvindur Eiríksson
beygingakerfinu. Á tíma fornensku standa enska og íslenska jafnfætis,
ef svo má að orði komast, tvö náskyld mál með sama fomlega, germ-
anska beygingakerfið í aðalatriðum og málfræðilegt kyn sem einn horn-
steina þess.
Á tíma miðensku er afstaðan gjörbreytt. íslenska hefur enn óbreytt
beygingakerfi í öllu sem máli skiptir. Enska hefur hins vegar einfaldað
sitt svo mjög, að því má næstum jafna við „hrun“. T. d. er málfræðilegt
kyn horfið eða að hverfa úr málinu.
Hér á eftir skal þetta rökstutt örlítið nánar með því að bera stuttlega
saman beygingakerfi þessara tveggja tungna, miðensku og íslensku um
þetta leyti, „yngri forníslensku“, ef svo mætti segja, eða „miðíslensku“.
2.2.1. Orðflokkar þeir, sem fram koma í þeim tökuorðum sem hér er
fjallað um, eru no„ so. og lo. Verður því aðeins athuguð beyging þeirra
hér. Fallakerfið varðveitist best í psfn. í ensku svo að það, sem hér er
sagt um föll, á ekki við um psfn. Mossé (1952:44) segir m. a.:
While Old English is still a richly inflected speech, Middle English,
by way of simplification, is a speech poor in inflection. The ten-
dency was hastened by the social upheaval and the mixture of
tongues that the Norman Conquest brought about, but it was
already noticeable in Old English from the end of the lOth century.
Aðalástæður þessa voru hljóðbreytingar, einkum samfall og brottfall
sérhljóða, og áhrifsbreytingar (ibid.).
2.2.2. Nafnyrði:
Á miðenskum tíma hverfur málfræðilegt kyn í ensku, þ. e. víkur fyrir
náttúrulegu kyni. Kynbeyging tekur fyrst að riðlast í norðurmállýskun-
um, raunar þegar á 10. öld. Hún er nær alhorfin í Midland-mállýskum
um 1200, í suðvesturmállýskum um miðja 13. öld og í suðaustur-mál-
lýskum á s. hl. 14. aldar. Málfræðilegt kyn er sem sé horfið úr ensku við
lok 14. aldar (sbr. Wright 1928:134-135, sjá og Mossé 1952:45-46).
Við ættum því ekki að þurfa að gera ráð fyrir áhrifum kyns í töku-
orðum úr miðensku, allra síst eftir að fyrsta skeiði hennar lýkur.
í elstu miðensku má tala um 3 föll í et„ „Common case“, „Dative“
og „Genitive“, og tvö í flt., „Common case“ og „Old Genitive“, sem
varla er þó nema leifar í elstu miðenskum handritum (sbr. Fisiak 1968:
80).
Undir lok miðensks tíma, þ. e. á 15. öld, er fallakerfið orðið eins og