Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 93
Burgeisar, ribbaldar, barúnar og allt það hafurtask 89
það er nú. í et. eru tvö föll, „almennt fall“, ending -0, og eignarfall,
ending -es. í flt. er aðeins eitt fall, ending -es aðallega en einnig er til
-en, -0 og -0 með hljóðvarpi (sbr. ibid.:81).
Ekki ætti að þurfa að gera ráð fyrir, að eldri beygingin skipti máli í
sambandi við tökuorðin.
í eldri miðensku eru enn leifar fornenskrar lýsingarorðabeygingar.
Einkvæð orð, sem enduðu á samhljóði, höfðu í stb.-e í flt. og einnig -e
í vb. í et. Önnur lo. höfðu þá þegar misst alla beygingu.
Fyrir 1400 er lo.-beyging alhorfin í ensku (sbr. Fisiak 1968:83, sjá
einnig t. d. Wright 1928:151-152). Þarf vart að gera ráð fyrir áhrifum
frá beygingu lo. í miðenskum tökuorðum.
2.2.3. Sagnorð:
í sagnorðunum verða miklu minni breytingar en í nafnyrðunum og
sést það raunar vel á ensku nútímamáli.
í miðensku höfðu so.:
Eina mynd, germynd. Þolmynd var einnig til en umrituð líkt og nú.
Tvær ósamsettar tíðir, nt. og þt. Aðrar tíðir, þ. e. núliðin tíð, þáliðin
tíð, framtíð og þáframtíð voru samsettar eða umritaðar.
Þrjá hætti, frsh., vth.-óskhátt, í nt. og þt., og boðhátt. Að vísu var
vth. oft umritaður, svo og bh.
Tvær tölur, et. og flt.
Þrjár persónur í et., en aðeins eina í flt. og var það orðið svo þegar
í fomensku.
Fjögur sagnanafnorð, nh., í nt. og þt., sagnanafnorð með -ing, og lh.
nt. og lh. þt.
í miðensku vora þrír flokkar sagna:
Sterkar sagnir, sem orðnar voru ófrjóar, veikar sagnir og óreglulegar
sagnir (sbr. Mossé 1952:67-68, einnig Wright 1928:174).
Rétt er að fara nokkram orðum um nh. Margir fræðimenn sýna hann
með endingunni -en, en svo einfalt er málið ekki. Fornenska endingin
-en hverfur í norðurmállýskunum þegar við upphaf miðensku, í suður-
mállýskunum, þar sem málbreytingar gerðust seinast, er endingin horfin
fyrir 1400. Segja má, að aðeins leifar nh.-endingar séu í ensku eftir
1300. Á miðenskum tíma, a. m. k. fram yfir 1300, má því gera ráð fyrir
þremur gerðum endingar, mismunandi eftir mállýskum og tímaskeið-
um, -0 (þ. e. núll-myndan), -n og -en (sbr. Fisiak 1968:92-93, svo og
Mossé 1952:76,78).