Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Qupperneq 96
92
Eyvindur Eiríksson
oft höfðu einmitt niðrandi merkingu (-aldr er sjaldgæfara, aðallega í
mannanöfnum t. d. Haraldr).
Endingin -ari í skvíari er eðlileg íslensk samsvörun ensks -er á þess-
um tíma. Halldór Halldórsson hefur gert grein fyrir endingunni -ari í
Einarsbók og vísast til þeirrar greinar (sjá Halldór Halldórsson 1969:
71-79), sbr. til hliðsjónar þessi orð Halldórs (ibid.:76):
T. d. má benda á, að í yngri tökuorðum samsvarar -ari alltaf
d[önsku] -er, hvernig sem sú ending er tilkomin.
Reyndar er til -er í nýlegum dönskum tökuorðum, t. b. löber, og í nýj-
um enskum orðslæðingum er bein yfirfærsla -er nokkuð algeng, t. d. í
drœfer, lóder, en hins vegar einnig -ari, t. d. djókari.
3.2.3. Kv.-orðin eru aðeins þrjú, öll veik:
Vb. II, þ. e. ön-stofnar, ef. et. -u, nf. flt. -ur (sbr. Halldór Halldórsson
1950:104):
sápa.
Orðið fær -a sem skipar því í þann flokk, en þessi ending er í sjálfu
sér eðlileg samsvörun -e í ensku.
Vb. III, in-stofnar, -i í öllum föllum et., nf. flt. -ir, sé flt. notuð á annað
borð (sbr. ibid.: 105-106):
kurteisi, lafði.
Hér eiga fyrst og fremst heima óhlutstæð orð og fellur kurteisi vel
inn í beyginguna merkingar vegna, fær heldur ekki flt. (e. t. v. megum
við þó bráðlega vænta auglýsinga á borð við: „Kynnist kurteisunum hjá
starfsfólki okkar“!). Hins vegar á lafði miklu síður heima hér merk-
ingarlega, það er hlutstætt orð og auðvitað algengt í flt. Það er þó ekki
alveg einstakt, t. d. má nefna gersemi í hlutstæðri merkingu (flt. reyndar
með -ar en svo er um fleiri orð í þessum flokki) (sbr. ibid.).
Undarlegt er, hversu fá kv.-orðin eru og að ekkert skuli beygjast
sterkt.
3.2.4. H.-orðin eru níu og beygjast öll sterkt, sem í sjálfu sér er eðlilegt,
þar eð veik beyging h.-orða er fáliðuð og sérstök:
Stb. I, þ. e. a-stofnar (ekki ia-), ef. et. -s, nf. flt. án endingar (ásamt
áhrifs -n-hljóðvarpi í flt. þar sem hljóðafar styður það):
buffeit, flúr, fól, fustan (varla í flt. vegna merkingar), hafurtask
ekki í flt.), par, skarlat (varla flt.), skons, trúss.