Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 97
Burgeisar, ribbaldar, barúnar og allt það hafurtask 93
Orðin fustan og skons hafa ekki fengið sérhljóðsendingu þá, sem
virðist vera í ensku orðunum, en sérhljóðsending hefði auðvitað breytt
beygingu þeirra.
Beygingaleg aðlögun hinna orðanna er eðlileg þar eð þau eru h., en
í 3.5. hér á eftir er reynt að finna ástæður til vals á kyni.
3.3. Lýsingarorð:
Hér er aðeins eitt lo. talið úr ensku. Orðið er kurteisfs) og virðist
beygjast eðlilega, sbr. og lo.-myndun af því með -legur og ao.-myndun
með -lega.
Ekki er um sýnileg áhrif frá ensku beygingunni á íslensku orðin að
ræða, hvorki á no. né lo.
3.4. Sagnorð:
Þau eru sex alls og sýna fulla aðlögun að íslensku beygingakerfi, fá
öll hina almennu nh.-endingu -a og beygjast öll eftir sama flokki, án
tillits til beygingarinnar í veitimálinu en þar beygjast þessar sagnir að
vísu allar veikt.
Vb.l. floklcur, þ. e. ö-beyging (af flestum nefnd IV. fl., sbr. Valtýr
Guðmundsson 1922:150), 1. ps. et. frsh. nt. með -a, þt. með-aði (-aða),
lh. þt. með -aður (-aðr):
buffeita, dubba, kokkála, puliza, purtrea, trússa.
Þessi beygingaflokkur sagna er langsamlega mest fjölliðaður í ís-
lensku bæði til foma og nú. Það er því ekki að undra, þótt tökusagn-
imar fylli þann flokkinn. Dálítið er þó undarlegt, að engin sögn skuli
fara í neina aðra veika beygingu, um þá sterku þarf varla að tala.
Síðar hafa nokkrar nýjar sagnir farið í aðra flokka vb. T. d. er úr
dönsku spœla (egg) spœldi, en hins vegar úr ensku (yngri) fæla fœlaði,
eða úr dönsku splœsa splœsti, frá því fyrir aldamót, en úr ensku (ný)
djúsa djúsaði. Athugun á beygingu all-margra nýrra enskra sagna í ís-
lensku, þ. e. einkum sagna sem komnar era inn eftir 1940, sýnir, að
allar slíkar sagnir fara í samsvarandi beygingaflokk í nútímamálinu,
þ. e. IV. flokk Valtýs (hluti þeirrar athugunar birtist í Mími 23, svo
sem áður var nefnt, og vísast til þess (sjá Eyvindur Eiríksson 1975:55-
71), einkum bls. 66).
3.5.1. Þegar um er að ræða flutning orða milli skyldra mála með líka
byggingu, er sjaldnast um neinn vanda að ræða við aðlögun orðflokka,