Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 99
Burgeisar, ribbaldar, barúnar og allt það hafurtask 95
ingin -e hefði átt að geta leitt til hvors heldur sem var, trafali k. eða
*trafala kv. E. t. v. eru áhrif frá t. d. erfiðleiki, en líklegra er þó, að
hljóðafarið ráði, fyrirmyndir séu t. d. hali, smali.
3.5.2.3. Um kv.-orðin er það að segja, að kurteisi á heima í ín-stofnum,
merkingar vegna, og er þegar þess vegna eðlilegt kv.-orð.
Lafði er kv. af náttúrulegum ástæðum.
Hins vegar er ekki ljóst, hví sápa er kv. Orðið virðist gamalt í íslensku
og enska orðmyndin, sem til grundvallar liggur, þá væntanlega með
bakstæðu e-i og því eru *sáp h. eða *sápur k. ekki líkleg íslenska. En
*sápi k. hefði átt að koma til greina. Fyrirmyndir voru ekki margar en
þó mun kápa eldra orð í málinu.
3.5.2.4. H.-orð:
Flúr, fól, par, skons og trúss eru stutt, einkvæð orð, sem enda á sam-
hljóði, og eru því vegna hljóðafars eðlileg h.-orð. Auk þess hafa sum
þeirra merkingarlegar ástæður til þess að vera h.
Fustan og skarlat eru efnaheiti, en þau hneigjast til að vera h. Orð
með -an eru h., gaman, líkan, og e. t. v. getur fat h. hafa haft áhrif á
skarlat.
Hafurtask hefur e. t. v. einnig tilhneigingu til að vera h. af merkingar-
legum sökum, sbr. t. d. (yngri) orð eins og dót og drasl. Hins vegar eru
svo orð eins og varningur, sem ekki síður ættu að hafa áhrif í þessa
veru. Aðalástæðan er trúlega sú, að litið er á orðið sem samsett, og
seinni hluti þess, task, er af hljóðafarslegum sökum eðlilegt h.-orð.
Buffeit hefur vissa sérstöðu og er hálfgert vandræðaorð. E. t. v. er
hvorugkynið áhrif frá högg, blak t. d., en á hinn veginn stendur orð eins
og kinnhestur enn nær buffeit að merkingu, er enda ritað í sumum
handritum í stað buffeit. Sé orðið tekið sem samsett orð, er -feit í sjálfu
sér ekki óeðlilegt h.-orð, sbr. t. d. heit, fyrst orðið á annað borð fékk
þessa hljóðmynd, en ekki t. d. *buffeitur. Hafi hins vegar verið litið á
þetta sem tvö orð, þ. e. eit(t) sem töluorð eða fomafn, liggur kynið
auðvitað í augum uppi. En það er vond skýring svo ekki sé meira sagt.
HEIMILDIR
Eyvindur Eiríksson. 1975. Beyging nokkurra enskra tökuorða í nútímaíslensku.
Mímir, blað félags stúdenta í íslenskum frœðum 23:55-71.
Fisiak, Jacek. 1968. A Short Grammar of Middle English I. Warszawa og London.