Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 101
GUÐRÚN KVARAN
Fjögur árheiti
í grein sinni ‘Vor- und frúhgermanische Ortsnamen in Norddeutschland
und den Niederlanden’ í tímaritinu Westfalische Forschungen (1959)
birti Hans Kuhn þá kenningu sína, að á stóru svæði í Norður-Þýzkalandi
og Hollandi hafi um Krists burð búið indóevrópskur þjóðflokkur, sem
hvorki verði talinn til Germana né Kelta. Þetta landsvæði nefnir Kuhn
‘Nordwestblock’, en ég mun hér kalla norðvesturkálk á íslenzku. Kálk-
urinn nær frá Norðursjó yfir allt Hessen suður til Thuringen. Harz-
fjöllin og Saxelfur eru mörk hans til austurs, en Rín til vesturs. Næstu
nágrannar eru Germanir í austri og suðri, en Keltar í vestri. Kuhn getur
þess til, að fyrir þjóðflutningana og einnig á meðan á þeim stóð hafi
Germanir sótt inn í kálkinn úr öllum áttum. Smám saman hafi þeir náð
yfirráðum á öllu svæðinu og hafi höfðingjar þjóðflokksins gengið þeim
á hönd og tekið upp tungu þeirra, en almúginn hafi hins vegar lengi
haldið tryggð við mál sitt og haft margvísleg áhrif á tungu sigurvegar-
anna. Helzt hallast Kuhn að því, að kálkurinn hafi verið byggður fólki
af flokki Veneta.
Undirstaðan undir kenningu Kuhns er rannsókn hans á borga-, bæja-
og árnöfnum á þessu landsvæði. Hann fjallar m. a. um þau nöfn, sem
hefjast á P- og telur þau forgermönsk (<C ie. *p-) vegna þess að þau
hefjist á upprunalegu p-, sem samkvæmt germönsku hljóðfærslunni
hefði átt að verða f-. Germanir hafi því ekki lagt undir sig svæðið fyrr
en hljóðfærslan var um garð gengin. Að sömu niðurstöðu kemst hann
varðandi viðskeytin -k-, -st-, -andr-, -nt- og -apa.
Kenning þessi er all umdeild, en ég hef ekki í hyggju að brjóta hana
hér til mergjar, heldur taka aðeins til athugunar eitt þeirra viðskeyta,
sem Kuhn ræðir um. Það er viðskeytið -apa (skylt find. áp- ‘vatn’,
fprúss. ape ‘á’, apus ‘uppspretta, brunnur’, lit. upé ‘vatn, lækur’), sem
er mjög algengt sem síðari liður árnafna á athugunarsvæði Kuhns og
kemur fram sem -pe, -fe og -aff í háþýzku. Kuhn fer reyndar ekki um
það mörgum orðum, en vísar til athugana Heinrichs Dittmaiers (1955).
Dittmaier rannsakaði útbreiðslu nafna með viðskeytinu -apa og komst
Afmæliskveðja 7