Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 107
Sko 103
Fáein dæmi um sko frá síðari hluta 19. aldar og öndverðri 20. öld í
seðlasafni Orðabókar Háskólans eru áþekk þessum.
Síðan skal litið á nokkur dæmi úr tveimur nýlegum bókum:
(4) Fyrirgefðu, fyrirgefðu sko okkur báðum. (Guðrún Helgadóttir
1974:11)
(5) Ef þú hefðir sko ekki gleymt þessu í kvöld, sko þessu með
lappimar á mér. (Guðrún Helgadóttir 1974:12).
(6) Mamma sagði Jóni Oddi í lágum hljóðum, að Jón Bjami væri
sko sprelllifandi. (Guðrún Helgadóttir 1974:95)
(7) ... hún ... lýsti því yfir að hún ætlaði sko aldrei að giftast.
(Guðrún Helgadóttir 1974:112)
(8) ... sko hvernig allt byrjaði. (Guðrún Helgadóttir 1974:116)
(9) Ég ætla að bjóða þér í alveg splunkunýjan leik ... Sko, hann
er þannig, að við setjumst .. . (Sigrún Eldjárn 1980:4r-4v)
(10) . . . fólkið . .. Það missir sko af miklu! (Sigrún Eldjárn 1980:7v)
(11) Sko, hér er sáð fræjum. (Sigrún Eldjárn 1980:llr)
(12) . . . en það kostar sko sautján þúsund kall að fara niður aftur!!
(Sigrún Eldjám 1980:13v)
(13) Nei sko, aldrei hef ég nú tekið eftir þessu áður. (Sigrún Eldjám
1980:15v)
Og loks má líta á nokkur dæmi úr mæltu máli:
(14) Ég er sko alveg hissa.
(15) Ef þú ætlar sko að klára þetta í kvöld.
(16) Þú hefur sko ekki mikinn tíma.
(17) Væri ekki sko hugsanlegt að gera við þetta?
(18) Svoleiðis er það hægt, sko.
(19) Þú varst sko ótrúlega heppinn.
(20) Hann var sko ekki billegur.
í þessum dæmum er merking sko oftast ‘sjáðu, taktu eftir, líttu á’
eða eitthvað í þá áttina. Þetta er einkum ljóst þegar sko eða nei sko,
sko til, stendur fremst í setningu. En í ýmsum dæmum, t. d. (7), (16),
(18), (19) og (20), er merkingin öllu heldur ‘reyndar, aldeilis, sannar-
lega, svei mér þá’. Þannig er sko stundum notað til ábendingar en stund-
um til áherzlu.