Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 109
Sko
105
Um danska orðið segir Dahlerup (1939:1157): „sgu, interj. . .. (af
saagu .. . bruges nu hyppigere end saagu, men fples vist som mindre
harmlpst end dette . . .) brugt som edelig forsikring ell. bedyrelse ell.
(dagl.) almindeligt kraftudtryk til forstærkelse af et udsagn olgn.“ Meðal
dæma Dahlerups eru þessi:
(21) Herren er sgu gal.
(22) Du skulde sgu skamme dig.
(23) Naa, du er sgu vel den samme som f0r.
(24) . .. man veed sgu ikke hvor man ender.
(25) Vi lærer for Skolen, sgu ikke for Livet.
(26) Sgu, da skal jeg fortælle dig.
(27) .. . ham skulde man nok vare sig for en anden Gang, sgu\
Þessum dæmum er auðvelt að snara á íslenzku og setja sko í stað sgu.
Notkunin er áþekk, en þó mun sgu vera töluvert sterkara áherzluorð.
Það er sagt að það hljómi einkennilega í eyrum Dana, þegar sumir ís-
lendingar sem tala dönsku nota án afláts sgu þar sem þeir mundu segja
sko á íslenzku.
Það mætti láta sér detta í hug að sgu, sem dæmi eru um á 18. öld
(Dahlerup 1939:1158), hafi verið skilið sem sku, boðháttur, og verið
tekið upp í íslenzku og aðlagað sögninni að skoða. En það verður að
teljast sennilegra að sko sem var til fyrir í merkingunni ‘sjáðu, taktu
eftir, líttu á’ hafi orðið fyrir áhrifum af sgu og fengið þannig merking-
una ‘reyndar, aldeilis, sannarlega, svei mér þá’. En það er ekki ljóst
hvenær sú viðbótarmerking kemur til sögunnar. Hennar verður ekki
vart í elztu dæmunum sem eru reyndar fá. Og enn þann dag í dag munu
margir nota sko eingöngu í þeirri merkingu sem þar kemur fram og þá
einkum eitt sér eða fremst í setningu.
Ef hér er rétt til getið liggja rætur sko í tvær áttir. Slíkum fyrirbærum
hefur t. d. Vendryes (1955) lýst.
RITASKRÁ
AM 433 fol.
Benedikt Gröndal. Kvœdi. Videyjar Klaustri 1833.
Dahlerup, Verner. Ordbog over det danske Sprog. 18. Kpbenhavn 1939. 19. K0ben-
havn 1940.
Fraenkel, Ernst. Litauisches etymologisches Wörterbuch. 2. Heidelberg, Göttingen
1965.