Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 116
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON
Stuðlar, höfuðstafir, hljóðkerfi
0. Inngangur
Alkunna er að kveðskapur frá ýmsum tímum þykir með merkustu
heimildum málsögunnar. Rím, stuðlasetning, hrynjandi og önnur brag-
fræðileg einkenni em oft kölluð til vitnis um það hvenær tiltekin hljóð-
breyting hafi orðið. Góð dæmi um þetta má t. d. finna í greinum Hreins
Benediktssonar (1964), Stefáns Karlssonar (1964) og Gunnars Karls-
sonar (1965). Hitt er sjaldgæfara, a. m. k. í íslenskum ritum, að menn
hugi að heimildargildi kveðskapar fyrir lýsingu á máli samtímans. Þó fer
því fjarri að alltaf sé full samstaða um lýsingu eða skýringu málfræði-
legra atriða í samtímamálinu, svo að yfirleitt veitir ekki af því að leita
sem víðast fanga til að styðja mál sitt.
í þessari grein langar mig að sýna dæmi þess hvernig athugun á stuðl-
um og höfuðstöfum í kveðskap gæti hjálpað okkur til að velja á milli
mismunandi lýsinga eða tilgáta í íslenskri hljóðkerfisfræði. í fyrsta kafla
er sýnt að stuðlasetning bendir til þess að þau orð sem stafsett eru með
hj-, hl-, hn- og hr- í framstöðu hafi í raun og veru /h/ (eða [h]) í fram-
stöðu á einhverju stigi samtímalegrar mállýsingar, þótt upphafshljóð
slíkra orða sé oft táknað með [j]/[l]/[n]/[r] í hljóðritun. í öðrum kafla
er sýnt að með því að beita sams konar rökum á hv-orð verður að telja
að þau hafi líka /h/ í framstöðu í máli þeirra sem hafa svonefndan hv-
framburð, þótt í þeim framburði sé yfirleitt ekki gert ráð fyrir að borið
sé fram [h] heldur [x] (með eða án einhvers konar kringingar eða vara-
mælts önghljóðs eftir atvikum). Á sama hátt bendir stuðlasetning til að
orð eins og kennari, gifta og önnur slík hafi /k/ eða /g/ í framstöðu
þótt þar sé borið fram [ch] eða [j] (þ. e. framgómmælt hljóð en ekki
uppgómmælt). í þriðja kafla er svo vikið lauslega að því hvaða þýðingu
þessar niðurstöður geta haft fyrir íslenska hljóðkerfisfræði, almenna
hljóðkerfisfræði og hugmyndir manna um eðli bragreglna. í sem stystu
máli er niðurstaðan sú að ekki verði betur séð en leyfa verði talsvert
sértækar (abstrakt) lausnir í hljóðkerfisfræði og að bragreglur geti líka
miðast við tiltölulega sértæk, hljóðkerfisleg fyrirbrigði en ekki eingöngu
við hreinar framburðarmyndir.