Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 121
Stuðlar, höfuðstafir, hljóðkerfi
115
brigði með tilvísun til annars fræðakerfis, þ. e. fræðakerfis reglumál-
fræðinnar (generative grammar). Samkvæmt kenningu hans var hægt að
ríma vgll: skalla, hgnd : standa vegna þess að g í vgll, hgnd var leitt af
/a/ með samtímalegri, virkri «-hljóðvarpsreglu á þessum tíma og brag-
reglurnar miðuðust þannig í raun og veru við það stig í samtímalegu
mállýsingunni þar sem þetta g var „ennþá“ a og þess vegna var hægt að
ríma þessi orð saman.
Þrátt fyrir mismunandi framsetningu byggjast þessar skýringar báðar
í raun og veru á þeirri kenningu að bragreglur miðist ekki einfaldlega
við framburð heldur geti þær tekið tillit til sértækari atriða — þ. e.
hljóðkerfislegra tengsla eða reglna. Raunar hafa Jakobson (1963),
Kiparsky (1972, 1973a) o. fl. fært rök að því að þessu sé svona farið
um bragreglur yfirleitt. Það þyrfti því ekki að vera neitt einsdæmi þótt
íslensk stuðlasetning miðaðist ekki einfaldlega við framburð. En þótt
skýring á borð við (7) sé ekki dæmalaus, er ekki þar með sagt að hún
sé réttari en (6). Eins og áður er lýst myndu ýmsir vafalaust geta fallist
á að (6) gilti fyrir hl-/hn-/hr-ov8m og ef í ljós kæmi að /i/-orðin stæðu
þá ein eftir — þ. e. að öll önnur stuðlasetning með íslenskum samhljóð-
um væri skýranleg á hreinan hljóðfræðilegan hátt, þ. e. með tilvísun til
framburðar eingöngu — myndu líklega renna tvær grímur á flesta og
þeir færu þá að hugsa sem svo að kannski væru hj-orS eftir allt saman
borin fram með [h] í framstöðu, eins og hljóðritun Stefáns Einarssonar
gerir ráð fyrir. Ef við fyndum aftur á móti einhver fleiri dæmi þess að
stuðlasetning miðaðist ekki einfaldlega við framburð, hefði hljóðkerfis-
lega skýringin í (7) augljóslega fengið nokkurn stuðning og þá yrðum
við væntanlega fúsari til að skýra a. m. k. eitthvað af dæmunum í (1) —
t. d. h/-dæmin — með tilvísun til hennar. í næsta kafla verður einmitt
vikið að tveimur dæmum af þessu tagi.
2. hv- og framgómmœlt lokhljóð
Eins og flestir vita eiga þeir sem hafa svokallaðan /zv-framburð ekki
í neinum erfiðleikum með að stuðla hv- við h-. Dæmi eru alþekkt, og
raunar voru tvö nefnd í (3) og (4) hér að framan. Fáein til viðbótar eru
sýnd í (8), og þar kemur líka fram að hv- stuðlar við hj-/hl-.. ,-orð:
(8)1 Hugrökk teygist á /záum legg
/zvönnin fram yfir gljúfravegg.
(Jón Helgason)