Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 131
Ljóðaglósur séra Jóns Þórðarsonar
125
orðabók sinni (AM 433 fol.), en hann vitnar í þær m. a. undir orðinu
gípa.3 Gera má ráð fyrir að skólasveinar hafi slitið ófáum eintökum af
Ljóðaglósunum, eins og títt er um glósnakver, en þrátt fyrir það eru enn
varðveitt fimm handrit af þeim og einn útdráttur að auki, og er það
nokkur bending um útbreiðslu þeirra.
Ljóðaglósurnar eru varðveittar í þessum handritum:4
R 752 í Uppsalabókhlöðu. Skr. seint á 17. öld.
AM 205, 8vo, bl. 4r-37v. Skr. seint á 17. öld.
Thott 478, 8vo. Skr. um 1700.
JS152, 8vo. 35 bl. ótölusett í miðju handriti. Það sem er fyrir framan
og aftan er skr. 1746, en er með annarri hendi.
ÍB 726, 8vo. Skr. um 1790 með hendi Halldórs konrektors Hjálmars-
sonar, en leiðrétt og aukið með annarri hendi.
MS Bor. 132, bl. 46r-48r, í Bodleian bókasafninu í Oxford. Skr. um
miðja 18. öld. Aðeins upphafserindin að 27 fyrstu bragarháttun-
um.
R 752 er tvímælalaust besta handritið, og verður því það sem hér
segir um Ljóðaglósurnar miðað við það, nema annars sé getið. Hand-
ritið er í löngu og mjóu broti (16,3X7,1 cm), 116 bls. (síðasta bls.
auð), auk tveggja yngri hlífðarblaða. Tvö blöð vantar í handritið, á eftir
bls. 32 og 44, og hafa þau glatast áður en blaðsíðurnar voru tölusettar.
Talið hefur verið að það væri eiginhandarrit,5 en það fær ekki staðist.
A því eru tvær rithendur, og skrifararnir hafa skipst á; fyrri höndin
hefur skrifað bls. 1, 18-27, 33-44,6, 48-51, 62,12-67, 72-85, 93,14-
115, hin höndin afganginn. 1. hönd er vönduð og með nokkrum sett-
leturssvip, bæði á latínunni og íslenskunni, 2. hönd með meiri fljóta-
skriftarbrag á íslenskunni. Auk þess eru í handritinu fáeinar villur sem
benda til þess að um uppskrift sé að ræða,6 og stundum hefur 1. hönd
3 Þess má geta að Grunnavíkur-Jón hefur sett saman baskneskar og íslenskar
glósur í eina stafhendu aftan við uppskrift sína á basknesku orðasafni í AM 987,
4to (sjá Glossaria duo Vasco-Islandica, ed. N. G. H. Deen, Amsterdam 1937, bls.
105). Ljóðaglósurnar hafa greinilega verið fyrirmynd hans, enda eru tvö íslensku
rímorðin (fjöl — þjöl) hin sömu og í 1. vísu í 2. bragarhætti Ljóðaglósnanna. Sbr.
Helgi Guðmundsson í íslenskt mál I (1979) bls. 83.
4 Stofnun Arna Magnússonar á Islandi þakka ég útvegun ljósmynda af hand-
ritum í erlendum söfnum.
5 G. Kallstenius í Studia Germanica tilliignade E. A. Kock, Lund 1934, bls. 90
(sbr. 7. nmgr.).
6 T. d. skrifar 1. hönd á bls. 24 Hermoproditus (f. Hermaphroditus) og 2. hönd