Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Síða 132
126
Jakob Benediktsson
leiðrétt villur í köflum 2. handar. Skriftin virðist vera frá síðustu ára-
tugum 17. aldar, og handritið þarf því ekki að vera komið langt frá
frumriti. Ekki er vitað hvemig eða hvenær R 752 barst til Svíþjóðar, en
í Uppsalabókhlöðu er það komið úr handritasafni Olofs Celsiusar yngra
(d. 1794), sem safnið eignaðist að honum látnum. Textinn á glötuðu
blöðunum er varðveittur í hinum handritunum, best í 205 og 152.
Titilblaðið er svohljóðandi:
Vocabula Latino-Islandica, sub varia diversaqve metrorum genera
(secundum Islandicam poesin) collecta, qvædam ad versus canti-
corum, Alia ad strophas Rithmorum ordinata, composita et con-
scripta a Iona Theodori Hvammi Laxárdalensium et Ketæ Schagen-
sium Ecclesiarum Pastore Anno Domini 1679.
Þvínæst kemur formáli (á íslensku) sem endar á þremur vísum að
mestu á íslensku og einni á latínu (bls. 2-4); þá eru þrjú inngangskvæði
á latínu (í samhendum): Ad puerum discentem, Ad Lectorem faventem,
Ad momum culpantem (bls. 4-9). Þá eru sjálfar ljóðaglósumar í 30
bragarháttum og raunar fleiri, því að á eftir 15. bragarhætti er skotið
inn appendix undir sálmalagi, og á eftir 12. bragarhætti er aftur appen-
dix, sem er afbrigði af 12. bragarhætti, og sama gerist á eftir 19. bragar-
hætti. 29. bragarháttur (ferskeytt, sem höf. kallar rímhent) er sérstæður
að því leyti að fyrst er ein vísa á íslensku, en síðan koma glósurnar í
fimm flokkum sem nefndir era 1.-5. Alphabetum; vísunum í hverjum
flokki er þar raðað í stafrófsröð eftir fyrsta staf hverrar vísu. Aftan við
stafrófin kemur síðan viðbót sem kölluð er Appendix í veltu, þ. e. fjórar
glósuvísur í sléttuböndum. Á eftir 30. bragarhætti stendur þessi vísa:
„Þetta af létta þuldi blað / þjón (að Hvammi) chori. / Ég má sjálfur
játa það, / Jonas Theodori“. Síðan kemur Index metrorum, þ. e. skrá
um heiti bragarháttanna, og á eftir þessi vísa: „Læt eg þetta lítið blað /
lectori til sýnis, / valeat bene og virði það. / Vocabulorum finis“ (bls.
113). En sr. Jón hefur ekki getað hætt; hann bætir enn við Auctarium í
veltu, sex sléttubandavísum á latínu og einni á íslensku; og enn kemur
Epilogus, dróttkveðin vísa fyrst á latínu, síðan á íslensku, og að lokum
þessi vísa: „Latur, tregur, ekki ör / er ég að skrifa meira / prúður
eignist perlubör / pennans nasadreyra11 (bls. 114-15). Þessi vísa er ekki
í neinu hinna handritanna og kann að vera viðbót skrifarans.
á bls. 55 nubu (f. nubo) og vole te (f. volo te); á bls. 96 er felld niður vísa sem er
í hinum handritunum.