Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Qupperneq 133
127
Ljóðaglósur séra Jóns Þórðarsonar
í tilefni þessa greinarkorns hefur ekki verið gerður vandlegur saman-
burður á handritunum, aðeins viss atriði hafa verið athuguð. Ljóst er þó
að handritin skiptast í tvo flokka. Annarsvegar eru R 752, Thott 478,
8vo og JS 152, 8vo; þau hafa sömu röð á bragarháttunum og náskyldan
texta, þó vantar formálann í JS 152, 8vo. Hinsvegar eru AM 205, 8vo
og ÍB 726, 8vo, sem hafa það einkenni sameiginlegt að 29. bragarháttur
er settur á eftir 26. bragarhætti og 12 vísum úr 5. stafrófsflokknum
skotið inn í 4. stafrófsflokk. í AM 205, 8vo er afganginum af 5. flokki
sleppt, en hann er í ÍB 726, 8vo; því er ljóst að það handrit er ekki
runnið frá AM 205, 8vo. Nokkrar vísur sem standa í R 752 eru að
auki felldar niður, fleiri í AM 205, 8vo; í því handriti vantar formál-
ann, skrána um bragarhættina og allt sem á eftir henni kemur, en það
er í ÍB 726, 8vo. í AM 205, 8vo er textinn á bl. 6v tekinn síðar úr
forritinu; skrifarinn hefur sýnilega flett upp á skakkri blaðsíðu, en ekki
hirt um að strika út textann eða skrifa upp þann texta sem þar átti að
standa; sami texti kemur aftur á réttum stað á bl. 12v, en það sem átti
að standa á bl. 6v vantar með öllu. Enn má nefna að ÍB 726, 8vo hefur
rangt ártal á titilblaði: 1629 í stað 1679; sama villa er í Thott 478, 8vo,
enda þótt það handrit sé af öðrum flokki. Loks skal þess getið að í ÍB
726, 8vo eru leiðréttingar og viðaukar með annarri hendi, sýnilega eftir
handriti af sama flokki og R 752.
Orðamunur í texta er fremur lítill; á stöku stað er skipt um glósur, og
nokkrar villur eru hér og þar í yngri handritunum. Textinn í AM 205,
8vo er t. d. nær alveg samhljóða R 752 að undanskildum þeim frávikum
sem áður voru nefnd. Þegar vitnað er í textann hér á eftir er því farið
eftir R 752, en um textann á blöðunum sem vantar í það handrit er
farið eftir AM 205, 8vo.
Víkjum nú að orðaforðanum í Ljóðaglósunum. Á hann hefur verið
drepið áður í grein eftir G. Kallstenius,7 en hann hafði aðeins til saman-
burðar prentaðar orðabækur frá síðari tímum, svo að athuganir hans
missa marks að verulegu leyti, en í söfnum Orðabókar Háskólans er nú
tiltækur miklu meiri fróðleikur um orðafar 17. aldar en Kallstenius átti
kost á. Eins og við er að búast er mestur hluti orðafarsins í Ljóðaglós-
unum algeng orð, sem engu bæta við þekkingu okkar á málfari 17.
7 Ett bidrag till islándsk lexikografi. Studia Gernmnica tilliignade E. A. Kock,
Lund 1934, bls. 90-96.