Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 135
Ljóðaglósur séra Jóns Þórðarsonar 129
larva — skrípildi (96), ocrea — stigvél11 (83), dentiscalpium — tann-
stöngull (46), hermaphroditus — tvítólaður (24), exopthalmus — út-
eygður (95; á spássíu: túteygður\ bæði orðin í Nom.), licia — varptán
(13), triton — vindhani (100).
Auðvelt væri að tína til miklu fleiri dæmi; mörg þeirra eru að vísu
svo algeng orð að þau sanna ekki mikið. Loks skulu þó nefnd tvö orð
sem sýna sambandið greinilega: í Ljóðaglósunum (21): gratus, þekkur
góðvikinn, / gelasinus, hola í kinn. — Nomenclator: gelasinus, holan í
kinnunum þá maður hlær. í Ljóðaglósunum (90): araneæ — freyjur.
Þvílíkt heiti á köngulóm er annars óþekkt, en Nomenclator hefur: Rana,
padda, froskur, freyja. Freyja er hér líklega íslenskun á fr0 á dönsku,
enda sést víða í Nomenclator að danskar þýðingar liggja að baki hinna
íslensku. Jón Þórðarson hefur líklega munað eftir þessu skrýtna orði,
enda þótt hann ruglaðist á latneska heitinu, ef til vill vegna hljóðlíking-
arinnar rana — aranea.
Þess eru fáein dæmi að orð í Ljóðaglósunum, sem koma ekki fyrir í
Nomenclator-handritinu ÍB 77 fol., eru í yngri handritum af Nomen-
clator, og hafa þess vegna getað verið í þeim Nomenclator sem Jón
Þórðarson þekkti: Oxygala — eggjamjólk (97) er svo í Nomenclator-
handritinu Lbs. 2263, 8vo, en latneska orðið er lagt út ‘eggjagrautur’ í
ÍB 77 fol. — Susurro — eyrnatúðrari (58) er svo í Lbs. 1968, 8vo, en
‘eyrnasuga’ í ÍB 77 fol. - Magas — ferill í hljóðfæri (56) er svo í Lbs.
1968, 8vo, en er annars ekki til í seðlasafni Orðabókar Háskólans.
Latneska orðið (sem er raunar grískt) táknar bryggju eða stól á strengja-
hljóðfæri sem strengimir eru spenntir yfir; engar aðrar heimildir eru
um þessa merkingu orðsins ‘ferill’.
í nokkrum tilvikum eru Ljóðaglósurnar elsta heimild um íslensk orð
samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans, en flest þvílík orð eru kunn
úr litlu yngri heimildum, m. a. úr orðasöfnum Jóns biskups Árnasonar
og orðabók Jóns frá Grunnavík. Dæmi um slík orð eru: mora — dvöl
eða dundur (40), hippopera — ferðataska (25), pedetentim — fót fyrir
fót (14), orea — járnmél (27), defatigor — mér sígur larður (26),
aciarium — nálaprilla (27), indusium — nærserkur (45), litigiosus —
snakkari (56), exspectatio — staldur (37), stupidus — stigramur (38),
labor — stúss (49), nugosus — þvættingssamur (22).
Fáein orð eru ókunn úr öðrum heimildum eða aðeins frá miklu síðari
11 Skrifað með i í R 752, en þar er ávallt gerður greinarmunur á i og í (ij
eða ý).
Afmœliskveðja 9