Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 136
130
Jcikob Benediktsson
tímum: ventilabrum — baðskella (83); latneska orðið er í Nomenclator
lagt út ‘vindskufla, vindskófl’; hvers konar áhald Jón hefur haft í huga
er ekki ljóst; varus — haltinstjáki (83); annars óþekkt, en til er nafn-
orðið haltinbeina;12 pugio — lítill murti eða dör (71); um þessa merk-
ingu (hnífkuti) hefur Orðabók Háskólans ekki dæmi fyrr en á 20. öld;
bucco — pjasaleitur (95), orðið mun merkja búlduleitur eða því um
líkt; það er aðeins kunnugt úr orðasafni frá því um 1800 (ÍB 798, 8vo);
dedecus — vanprís (49); annars óþekkt.
Nú verður vitaskuld að hafa hugfast að þýðingar í Ljóðaglósunum
eru ekki ævinlega nákvæmar, og auk þess getur rímþröng stundum
valdið miður heppilegu orðavali. Þó virðist sr. Jón ekki hafa gripið til
þess að búa til orð vegna ríms, nema ef vera skyldi ‘tvídægri’ (90), sem
rímar við ‘hægri’.
Allir bragarhættimir í Ljóðaglósunum eru kunnir úr öðmm áttum. Af
þeim eru fjórir sálmahættir og hinn fimmti á viðbótinni við 15. bragar-
hátt. Þeir em 1., 15., 16. og 30. háttur, þ. e. fyrsti og síðasti háttur í
hvorum helmingi verksins. Fimm hættir aðrir eru ekki rímnahættir (7.-
10. og 18.), en hinir 21 era rímnahættir. Heiti þeirra era oft önnur en
nú tíðkast, en eins og kunnugt er vora nafngiftir rímnaháttanna mjög á
reiki á 17. öld. Flest heitin era kunn úr háttalyklum og öðrum heimild-
um. Hér verður tekin upp skrá yfir bragarhættina eins og þeir era
nefndir í Ljóðaglósunum, en í hornklofum aftan við era sett þau nöfn
rímnaháttanna sem nú era algengust, þar sem þess gerist þörf. Nokkrar
athugasemdir um sálmahættina koma á eftir skránni.
1. Tón. Allt mitt ráð til guðs eg set, etc.
2. Stuðlafall.
3. Skothent gagaraljóð.
4. Braghent.
5. Liðað alhent. [Samhenda.]
6. Skothent. [Ferskeytt skothent.]
7. Sneitt og alhent eður dróttkveðið. [Dróttkvætt.]
8. Áttfætt tvístafað. [E. k. ranhenda, 8 vo. samrímuð.]
9. Áttfætt einstafað. [E. k. hálfhneppt ranhenda, 8 stýfð vo. sam-
rímuð.]
10. Drápulag. [Hrynhent.]
12 Stefán Ólafsson, Kvceði II, 1886, bls. 277; orðið er þar notað um tóu. Sbr.
og sögnina að stjáka.