Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 137
Ljóðaglósur séra Jóns Þórðarsonar
131
11. Stuðlað eður bálkalag. [Stafhenda.]
12. Stýfhent. [Braghenda frárímuð.] Appendix. Stýfhent sniðað. [Brag-
henda baksneidd.]
13. Sniðstofnað. [Skammhenda skothend.]
14. Stuðlavaf. [Stafhent mishringhent.]
15. Tón. Vitam (qvæ) faciunt etc. Appendix .. . tonus: Ille vir beatus
est etc.
16. Tonus: In stadio laboris.
17. Áttmælt. [Áttþættingur.]
18. Stúfhent. [Hálfhneppt.]
19. Samkennt lyklað eður sammælt. [Samhenda hringhend.] Appendix
bisyllab(ica). [Samhenda hringhend, öll vo. óstýfð.]
20. Valhent eður bakstuðlað braghent. [Valhend skjálfhenda.]
21. Úrkastað oddhent, létthent eður dverghent. [Dverghenda oddhend.]
22. Úrkastað skothent. [Dverghenda skothend.]
23. Liðkveðinn deilingur. [Stafhenda oddhend.]
24. Sexhent eður liðlimað. [Samhenda oddhend.]
25. Aldýr gagaraljóð. [Kolbeinslag.]
26. Einföld gagaraljóð.
27. Skáhent.
28. Skjálfhent eður stiklusneitt. [Stikluvik þríhent.]
29. Rímhent. [Ferskeytt.] Appendix í veltu. [Sléttubönd.]
30. Ton. O stella fulgens etc.
Um sálmahættina skal þetta eitt tekið fram. Nr. 1 (lagboðinn) er í
sálmabók Guðbrands biskups 1589, bls. clxxxij, og í síðari sálmabók-
um; lagboðinn er þar reyndar ‘Guðs son kallar komið til mín’. Nr. 15:
Lagboðinn er upphaf á latneskum sálmi eftir Martein Lúther, sem hann
orti út af 128. sálmi Davíðs með hliðsjón af Martialis X 4713. í AM
205, 8vo og hinum handritunum stendur Vitamqve, sem er rangt, en
hins vegar er bætt við á eftir faciunt: beatiorem, sem er rétt. — Appen-
dix við nr. 15 er sami bragarháttur og 48. sálmur í Hugvekjusálmum sr.
Sigurðar í Presthólum: Eilíft lífið er æskilegt, enda er sá lagboði til-
færður í yngri handritum af Ljóðaglósunum. En í Hugvekjusálmum
sr. Sigurðar er lagboðinn: ‘Mikilli farsæld mætir sá’, sem sýnilega svarar
13 Sbr. A. Malling, Dansk salmehistorie III, 1963, bls. 276. Bragarhátturinn er
notaður þegar í 10. sálmi í sálmakveri Marteins Einarssonar (Sæll ertu sem þinn
guð), sem tekinn var upp í sálmabók Guðbrands biskups. Sami bragarháttur er
tn. a. á 12. passíusálmi Hallgríms Péturssonar.