Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Qupperneq 138
132
Jakob Benediktsson
til latneska lagboðans (Ille vir beatus est), en þann latínusálm hef ég
ekki fundið. íslenski sálmurinn, Mikilli farsæld mætir sá, hefur ekki
komist í sálmabækur, en er t. d. í sálmasafninu Hymnodia frá 18. öld.14
— Lagboðinn við nr. 16 (In stadio laboris) er upphaf á sálmi sem
prentaður er í Piæ cantiones 1582, bls. 84 (sbr. U. Chevalier, Reper-
torium hymnologicum, nr. 38181). — Lagboðinn við nr. 30 er upphaf
á latneskri þýðingu á sálmi eftir Philip Nicolai, Wie schön leuchtet der
Morgenstem. Latneski textinn er m. a. í hymnakverinu frá Skálholti, ÍB
525, 8vo.15 Bragarhátturinn er hinn sami og á sálminum Gæskuríkasti
græðari minn, sem fyrst var prentaður í sálmabókinni 1619. Jón Þórðar-
son hefur að mestu haldið latneskum lagboðum á sálmaháttum sínum,
en það gæti bent til þess að hann hefði heyrt þessa latnesku sálma hafða
um hönd á skólaárum sínum.
Enn er eitt atriði sem fá má um nokkra vitneskju úr Ljóðaglósunum,
en það er latínuframburður Jóns Þórðarsonar. Um hann má ráða
nokkuð af latneskum rímorðum sem standa í hendingum á móti íslensk-
um orðum, svo og af stuðlasetningu. Þetta er ekki með öllu ófróðlegt,
þar sem ekkert er annars vitað um íslenskan skólaframburð á latínu á
17. öld. Hér skal stuttlega dregið saman það helsta af þessu tagi; blað-
síðutöl í R 752 eru tilfærð í svigum.
1. Auðsætt er af fjölda dæma að sr. Jón kærir sig kollóttan um latn-
eskar áherslureglur, heldur fer oftast með latnesku orðin eins og þau
væru íslensk, þ. e. hefur áherslu á fyrsta atkvæði, enda þótt það eigi að
vera áherslulaust á latínu. Á slík atlcvæði stuðlar hann iðulega, t. d.
‘Balæna hvalur, butyrum smjör/ benignus góðgjarn, largus ör’ (10), þar
sem öll stuðluðu upphafsatkvæðin ættu að vera áherslulaus.
2. Um framburð samhljóða er þetta helst að ráða.
Eins og vænta mátti eru c og sc á undan fremri hljóðum (að æ með-
töldu) borin fram sem s: ‘Cæcus blindur, cervæ hindur / Septentrio
norðanvindur’ (69); ‘Situla ausa, Scipio göngustafur’ (17).
d í bakstöðu og milli sérhljóða er = [ð], t. d. rímorð eins og Ad —
glaður (35), haud — maður (36), hædus — leður (42); óvissari er fram-
burður á -rd-, sbr. rímorðin ordo — fordum (43) og arduus — hardur
14 Sjá Bjarni Þorsteinsson, íslensk þjóðlög, 1906-09, bls. 349.
rs Sjá Einarsbók, 1969, bls. 125 og 132. Þar er sýnt fram á að latneskir sálmar
voru sungnir í Skálholtsskóla fram á 18. öld, og er líklegt að svipað hafi átt sér
stað í Hólaskóla.