Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 142
136
Jón Friðjónsson
(4) En að hugsa sér slíkt er hræðilegt.
Að dæmum um viðurlag verður vikið sérstaklega síðar. Með tilliti til
þess, að dæmi hliðstæð (1)—(2) eru frekar fáséð og óreglubundin, verður
ekki skeytt frekar um óreglu af þessari tegund.
1.1.2. Algengt er, að ákveðnar sagnir taki með sér nafnhátt — lang-
oftast með nafnháttarmerki, en stundum án, og fer slíkt eftir viðkom-
andi sögn.8 Langoftast er fastbundið, hvort nafnháttarmerki fylgir eða
ekki. Sem dæmi um sagnir, sem í eðlilegri orðaröð taka með sér nafn-
hátt að viðbættu nafnháttarmerki, má nefna: eiga, kunna, œtla, þurfa,
þora og vera.9 Meðal sagna, sem taka hins vegar með sér nafnhátt án
nafnháttarmerkis, eru: mega, munu, skulu og vilja.10 Því var talað um
eðlilega orðaröð, að sé orðaröð breytt, t. d. til að ná fram sérstökum
stíláhrifum, þannig að nafnhátturinn er settur á undan þeirri sögn, er
hann stendur með, þá er nafnháttarmerki ófrávíkjanlega fellt brott:
(5) Þetta er verk, sem gera þarf/á
(6) Það, sem nefna ber, er . ..
(7) Hennar munuð þið hefna leita
(8) Þór segir, að þeir muni þá sofa ganga
Dæmi (7)-(8) eru fengin úr fommáli, þar sem slík orðaröð er algeng,
en dæmi (5)-(6) eru fengin úr nútímamáli, þar sem breytt orðaröð felur
í sér sérstök stíláhrif. Auðvelt er að auka við slíkum dæmum. Að
framan var því slegið fram, að fastbundið væri, hvort sögn tæki með
sér nafnhátt með eða án nafnháttarmerkis. Ekki er þessu þó ávallt svo
8 Oft er talið, að sumar sagnir, er taka með sér nafnhátt, myndi með honum
samsetta umsögn, en aðrar ekki. Orðasambandið munu fara er þannig talið mynda
framtíð, en hins vegar ekki orðasamböndin skulu fara og œtla að fara. Ekki verður
gert ráð fyrir slíkum mismun hér, heldur talið, að slík orðasambönd séu sambæri-
Ieg setningafræðilega, en hins vegar hafa sagnirnar munu og skulu þá sérstöðu að
vera merkingarlega snauðar. — Um sérstöðu þessara tveggja sagna sjá nánar:
Höskuldur Þráinsson 1979, 5.1.3
9 Sumar þessara sagna geta einnig tekið með sér aðra sagnmynd en nafnhátt
(eiga skilið, vera farinrí), en ekki skiptir slíkt máli í þessu sambandi.
10 Nokkrar sagnir í íslensku, sem hafa sameiginleg merkingarfræðileg og setn-
ingafræðileg einkenni, ýmist geta eða taka alltaf með sér orðskipunina þolfall með
nafnhætti (accusativus cum infinitivo). Meðal slíkra sagna eru sjá, heyra, segja,
álíta, halda, œtla, vita og láta. í orðskipuninni þolfall með nafnhætti er aldrei notað
nafnháttarmerki. Þar sem þessi regla er ófrávíkjanleg, verður ekki nánar vikið að
þessu atriði. Sjá nánar: Jón Friðjónsson 1977, bls. 135.