Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 144
138
Jón Fríðjónsson
nafnháttarmerki. Sem dæmi um slíkt má nefna sagnirnar stilla sig um,
búast við, eiga völ á, hlakka til o. s. frv. Þó ber þess að gæta, að sé
orðaröð breytt (sbr. 1.1.2) hefur það í för með sér, að nafnháttarmerki
er fellt brott:
(12) Þetta er möguleiki, sem reikna þarf með
(13) Þetta er það, sem búast verður við
Þessi regla virðist altæk, þ. e. ekki hefur tekist að finna dæmi um
notkun nafnháttarmerkis í slíkum dæmum, en ekki verður skeytt frekar
um þetta atriði.
1.1.4. Alkunna er, að þegar nafnháttur — með eða án nafnháttar-
merkis — stendur sem frumlag eða andlag, þá er sterk tilhneiging til að
skjóta inn bráðabirgða frumlagi/andlagi, og stendur þá nafnhátturinn
sem viðurlag með því. Einkum er þetta algengt með sögnum, sem stýra
þágufalli og eignarfalli. í slíkum tilvikum er skyldubundið að nota nafn-
háttarmerki, hvort sem sögnin annars tekur með sér nafnhátt með eða
án nafnháttarmerkis.
(14) „Eigi vil ek þat,“ segir Kári, „at sættask“ (Njála)
(15) Ég má það ekki, að lána þér bókina
(16) Hann kann það ekki, að tefla
(17) .. . Iðnþróunarsjóður þarf ekki að gera hvort tveggja, að krefj-
ast hárra vaxta og gengistryggingar (Tíminn)
Dæmi (14)-(15) hafa að geyma sagnirnar vilja og mega, sem annars
taka með sér nafnhátt án nafnháttarmerkis, en þar sem notað er bráða-
birgðaandlag, er skyldubundið að skjóta inn nafnháttarmerki á undan
nafnhættinum. Sagnimar munu og skulu hafa þá sérstöðu að geta ekki
tekið með sér slíkt bráðabirgða andlag, þær geta einungis tekið með
sér nafnhátt, og þess vegna eru dæmi (18)—(19) ótæk:
(18) *Ég skal það ekki ((að) gefast upp)
(19) *Ég mun það alls ekki ((að) koma)
Því má segja, að ekki reyni á þessa reglu (þ. e. notkun nafnháttar-
merkis með nafnhætti í stöðu viðurlags) með þessum sögnum. Ástæða
þessa er þó fremur merkingarleg sérkenni þessara tveggja sagna (sbr.
nmgr. 8) en að þær séu frábrugðnar t. d. sögnunum vilja og mega.
Það er vert að undirstrika mikilvægi þessarar reglu, þar sem hún er
altæk: standi nafnháttur sem viðurlag með bráðabirgða frumlagi/and-