Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 145
139
Um nafnhátt
lagi í móðursetningu, er ávallt notað nafnháttarmerki. í flestum þeirra
dæma, sem tilgreind verða hér á eftir, er unnt að beita þessari reglu, en
hins vegar er misjafnt, hve vel fer á því að nota bráðabirgða frumlag/
andlag. — Bráðabirgða andlag er einkum notað í þágufalli og eignar-
falli, miklu síður í þolfalli.
1.2. í kafla 1.1.1 og 1.1.2 voru sýnd nokkur dæmi um óreglu í
notkun nafnháttarmerkis, auk þess sem reynt var að gera grein fyrir
þeim meginreglum, sem gilda, er nafnháttur stendur sem frumlag
(1.1.1) eða andlag með ákveðnum sögnum. í kafla 1.1.3 og 1.1.4 var
drepið á notkun nafnháttar með forsetningu (1.1.3) og í stöðu viðurlags
(1.1.4). Eins og áður gat, er ekki ætlunin að reyna að gera almenna
grein fyrir notkun nafnháttar í íslensku, heldur er meginviðfangsefni
þessarar greinar að athuga nokkrar setningaskipanir, þar sem vafi kann
að leika á, hvort nota skal nafnháttarmerki eða ekki, en þar sem greina
má nokkra reglu í óreglunni, og skal nú vikið að þeim dæmum.
2.0. Samhliöa nafnháttur. Sögn eða orðasamband, sem tekur með
sér nafnhátt, getur eftir þörfum tekið með sér tvo eða fleiri nafnhætti,
sem þá eru tengdir með aðaltengingum og, eða, ellegar; en, heldur;
hvorki né, né (heldur). Standi nafnhættimir samhliða, þ. e. með sömu
móðursögn, og sé aðalsetning jákvæð, feli ekki í sér neitun, þá eru
notaðar aðaltengingarnar og, eða, ellegar:
(20) Mig langar að lesa og/eða/ellegar skrifa
Hafi aðalsetning hins vegar að geyma neitun (ekki, lítið), sem aðeins
á við fyrra (fyrsta) nafnháttinn, eru notaðar aðaltengingamar en, heldur:
(21) Mig langar ekki (lítið) að lesa en/heldur skrifa
Til aðgreiningar verða nafnhættimir í dæmi (20) kallaðir samstœðir,
Þ- e. er þeir standa algerlega hliðstætt með móðursögn, en í dæmi (21)
ósamstœðir, þ. e. er annar (einn) nafnhátturinn er aukinn með atviks-
orði, en ekki hinn.
Loks er tvöföld neitun, þ. e. neitun er á við báða (alla) nafnhættina,
taknuð með aðaltengingunum hvorki né, né (heldur):
(22) Mig langar hvorki að lesa né skrifa
(23) Mig langar ekki að skrifa né (heldur) (að) lesa
í dæmum (20)-(23) tekur móðursögn með sér nafnháttarmerki á
undan fyrsta nafnhætti, sem ekki er endurtekið á undan þeim síðara,