Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 146
140 Jón Friðjónsson
þó með fyrirvara um dæmi (23). Þetta er meginreglan eins og eftirfar-
andi dæmi sýna:
(24) Hann (Sæmundur) skipaði henni að búa um og íaka til í her-
berginu
(25) Ég býst við að koma í kvöld og afla mér frekari upplýsinga
(26) Ég ætla ekki að hringja í hann, heldur skrifa honum
(27) Hann ætlar ekki (hvorki) að útskýra regluna né (heldur (að))
telja upp fleiri dæmi
Auðvelt er að sannfæra sig um, að í dæmum (24)-(26) er ótækt að
nota nafnháttarmerki á undan síðari nafnhætti, en dæmi (23) og (27)
eru frábrugðin að þessu leyti, þar sem unnt virðist að endurtaka nafn-
háttarmerkið, einkum ef samtengingin er aukin með smáorðinu heldur,
eins og sýnt er innan sviga. Að þessu atriði verður komið hér á eftir.
Ef móðursögn í dæmum (24)-(27) er aukin (útvíkkuð) með neitun
eða atviksorði, hefur slíkt engin áhrif á notkun nafnháttarmerkis, enda
á slíkt atviksorð jafnt við báða nafnhættina, þ. e. þeir eru eftir sem áður
samstæðir, sbr. hér að framan:
(28) Hann skipaði henni ekki að búa um og taka til í herberginu
Ef hins vegar aðeins síðari nafnhátturinn er aukinn á hliðstæðan hátt,
þ. e. þannig að nafnhættimir verði ósamstæðir, hefur það í för með sér,
að nauðsynlegt verður að endurtaka nafnháttarmerkið:
(29) Hann skipaði henni að búa um og einnig að taka til í herberginu
(25) b Ég býst við að koma í kvöld og umfram allt að afla mér frekari
upplýsinga
(26) b Ég ætla ekki að skrifa honum, heldur aðeins að hringja í hann
Þessi regla virðist nokkuð föst í nútíma íslensku, en þó gætir nokk-
urrar óvissu, einkum þó með samtengingunum hvorki né og né (heldur)
eins og eftirfarandi dæmi sýna:
(30) . . . hægt væri að minnka vinnu sína og að haga vinnutíma sínum
öðruvísi (Úr skólaritgerð)
(31) Ef einhver gerir á hlut þinn, áttu ekki að hefna þín, heldur að
fyrirgefa (Úr skólaritgerð)
(32) Ég ætla hvorki að hvíla mig né að lesa neitt
(33) Þeir sögðu, að hvorki væri hægt að drepa orminn né að ná upp
gullinu