Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 148
142 Jón Friðjónsson
né, né héldur) á sama hátt og auknar samtengingar (en aðeins, heldur
einungis, eða eingöngu).
2.1. Niðurstaða framanritaðs er því sú, að nafnháttarmerki er sleppt
á undan síðari nafnhætti á eftir aðaltengingu einni saman (A), en það
er hins vegar endurtekið, ef aðaltengingin er aukin með atviksorði (B):
A. Ég ætla að lesa og skrifa
Ég ætla ekki að lesa heldur skrifa
Ég ætla að lesa eða skrifa
Ég ætla ekki að útskýra regluna en sýna dæmi
Ég ætla ekki að skrifa heldur hringja
B. Ég ætla að lesa og einnig að skrifa
Ég ætla ekki að lesa og ekki heldur að skrifa
Ég ætla að lesa en ekki að skrifa
Ég ætla hvorki að lesa né heldur að skrifa
Ég ætla ekki að útskýra regluna heldur einungis að nefna dæmi
Fleygaða tengingin hvorki né og tengingin né (heldur) hafa þá sér-
stöðu, að mjög er á reiki, hvort nafnháttarmerkið er endurtekið á undan
síðari nafnhætti eða ekki, sbr. dæmi (23) og (27). Líta má svo á sem
málnotandi túlki síðari hluta þessara tenginga ýmist sem atviksorð (B)
eða beinan hluta tenginganna (A). Því má segja, að tengingamar né
(heldur) og hvorki né falli ýmist undir munstur A eða B, að því er tekur
til notkunar nafnháttarmerkis.
2.2. í kafla 2.0-2.1 voru tilgreind dæmi um samstæðan nafnhátt og
ósamstæðan. í hvoragu tilviki var aðalsögn endurtekin á undan síðara
nafnhætti, heldur undanskilin, þannig að síðari nafnháttur stendur í
setningarbroti:
(34) Ég ætla ekki að hringja í hann, heldur (ætla ég að) skrifa
honum
í kafla 2.0 var enn fremur sýnt, að endurtekning nafnháttar á undan
síðari nafnhætti er háð því, hvort samtenging stendur ein saman eða
aukin á undan nafnhætti. í dæmi (34) er síðari nafnháttur hliðstæður
þeim fyrra að því leyti, að sögn sú, sem undanskilin er, stendur í sama
hætti og aðalsögnin. Þessu er þó ekki ávallt á þennan veg háttað, t. d.
ekki í setningarbrotum, sem tengd eru með spurningartengingu, en þar
leikur einnig vafi á um notkun nafnháttarmerkis: