Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 151
Um najnhátt
145
(46) Þegar móðir mín frétti það . . . var ekki annað að gera en
leggja af stað (Fátækt fólk)
(47) . .. svona fólki, sem ekki hugsaði um annað en hrúga niður
börnum, væri ekki að treysta (Fátækt fólk)
(48) Þær þorðu samt ekki annað en sleppa kisu (Úr bamabók)
(49) . . . forráðamenn verslunarinnar (hafa) ekki talið sér annað fært
en verða við þessari kröfu (Helgarpósturinn)
(50) ,. . svo að hann þurfti ekki annað en opna gluggann (Úr barna-
bók)
(51) Við gerðum ekki annað en taka hann í félagið (Úr barnabók)
Dæmi (44)-(51) eru öll fengin úr rituðu máli og verða flest hver að
teljast vönduð. Með „vönduð“ er átt við, að höfundar séu viðurkenndir
sem smekkmenn á íslenskt mál. Ljóst er, að hugtakið „vandaður“ er í
þessu sambandi heldur óljóst, þar sem málsmekkur og málkennd ráða
hér ferðinni, en um smekk er ekki að deila. Þó verður notast við þetta
hugtak hér, er lagt er mat á einstök dæmi. í dæmum (44)-(51) er nafn-
háttarmerki sleppt á undan nafnhætti, en hins vegar er auðvelt að til-
greina samsvarandi dæmi, þar sem nafnháttarmerki er ekki sleppt. Skulu
nú nokkur slík tilgreind:
(52) Við þessu væri ekkert að gera annað en að skera upp og láta
hryggjarliðina gróa saman (Þórbergur og Einar ríki)
(53) Hon þorði eigi annat en at gera, sem hann vildi (Grettla)
(54) Drengirnir höfðu annað að gera en að sinna óðinshönunum (Úr
bamabók)
(55) Hún (ríkisstjórnin) þarf ekki annað en að hœkka óbeina skatta
(Þjóðviljinn)
(56) Ég hefði helst viljað fara með, en þorði ekki annað en að hlýða
(Hlauptu drengur, hlauptu)
(57) Ég sé ekki ástæðu til annars en að taka þau (þessi orð) hátíð-
lega (DB)
(58) Kjósendur þyrftu ekki annað en að kjósa stjórnarflokkana
(Tíminn)
(59) Þá er ekki hægt annað en að hugsa (Talmál)
(60) Margt fólk á ekki annars úrkosta (sic) en að vinna myrkranna
á milli (Talmál)
Dæmi (52)-(60) em að því leyti frábmgðin dæmum (44)-(51), að
þau eru flest hver fengin úr talmáli eða dagblöðum, en þó ekki öll. í
Afmæliskveðja 10