Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 153
Um nafnhátt
147
(62) Hann er fljótari að lesa en skrifa
(63) Drengnum finnst miklu skemmtilegra að horfa á sjónvarp en
lesa bækur
(64) Mig langar frekar að fara í bíó en bíða eftir þér
(65) . .. hann ætti frekar að yrkja um sonardauðann en svelta sig í
hel
I dæmum (61)-(65) er nafnháttarmerki í samanburðarliðum í öllum
tilvikum sleppt, og hæpið virðist að skjóta því inn, þótt ekki sé það
útilokað, sbr. dæmi um slík tilvik hér á eftir. Athyglisvert er, að í öllum
tilvikum eru nafnhættirnir samhliða, þ. e. hafa sama viðmiðunarorð
(sama frumlag). Sé setningunum breytt þannig, að nafnháttur verði
ósamhliða, þ. e. með því að skjóta inn öðru frumlagi í samanburðarlið,
— sem þá verður samanburðarsetning — hefur það í för með sér, að
notkun nafnháttarmerkis verður skyldubundin:
(66) Hann er fljótari að skrifa en ég að lesa
(67) . .. (hún) sagði við púkann, að ef hann yrði fljótari að telja öll
hárin .. . en hún að búa um, þá ...
í dæmum (66) og (67) er ótækt að fella brott nafnháttarmerki í
samanburðarsetningunum, og sama verður uppi í öðrum sambærilegum
dæmum. Hins vegar er auðvelt að tína til dæmi hliðstæð (61)-(65), þar
sem nafnháttarmerkið er notað í samanburðarliðum:
(68) Hann vill frekar bíða svars en að flýja (Talmál)
(69) . . . en hann vildi þó heldur deyja en að yfirgefa Nínu (Úr
barnabók)
(70) Hún vill frekar ala barnið en að láta . . . (Úr skólaritgerð)
(71) Hvað er eðlilegra en að upplýsa það sem fram hefur komið
(Ritmál)
(72) . .. og ódýrara væri að flytja börnin úr nýju hverfunum en að
viðhalda gömlu stefnunni (Helgarpósturinn)
í dæmum (68)-(72) virðist í öllum tilvikum unnt að fella brott nafn-
háttarmerki í en-lið, og er það í samræmi við aðra en-liði, sem líkt er
ástatt um. Athyglisvert er, að í dæmum (68) og (69) stendur nafnháttur-
inn með aðalsögninni vilja, sem ekki tekur með sér nafnhátt að viðbættu
nafnháttarmerki, heldur aðeins nafnhátt, en samt er nafnháttarmerkið
notað í samanburðarlið.