Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 154
148
Jón Friðjónsson
3.2.1. Af dæmum (61)-(65) og (68)-(72) er ljóst, að nokkur óvissa
er um notkun nafnháttarmerkis í en-lið eins og reyndar einnig í annað
en-lið (sbr. 3.1). Meginreglan er enn sem fyrr sú að fella brott nafn-
háttarmerki í en-lið. í dæmum (66) og (67) var hins vegar sýnt, að
nafnháttarmerki er ávallt notað, ef nafnhættir eru ósamhliða, þ. e. ef
nh. er aukinn (sbr. 2.0), í þessu tilviki með frumlagi. Enn fremur verður
að nota nafnháttarmerki, ef skotið er inn bráðabirgða frumlagi eða
andlagi (sbr. (71) .. . en það að upplýsa ...) Þessi tvö atriði gætu átt
sinn þátt í því að skapa óvissu um notkun nafnháttarmerkis í en-liðum.
3.3. Og-liðir. í kafla 3.1 og 3.2 var fjallað um samanburðarliði (en-
liði), sem hafa að geyma nafnhátt. Náskyld þeim dæmum, sem þar voru
tilgreind, eru dæmi, sem hafa að geyma samanburðarliði með saman-
burðartengingunni og. í slíkum dæmum er einnig oft á reiki, hvort nota
skuli nafnháttarmerki á undan nafnhætti eða ekki. Meginreglan virðist
vera sú sama og í en-liðum, þ. e. að nota ekki nafnháttarmerki. Sem
dæmi skulu tilgreindar eftirfarandi setningar:
(73) Að hika er sama og (að) tapa
(74) Að halda er ekki sama og (að) vita
(75) Ekki er eins auðvelt að tala íslensku og (að) skrifa hana
(76) Honum er ekki eins lagið að rita og (að) tala
(77) Það er jafn erfitt að tína upp fiðrið og (að) hnekkja sögunni
(78) Það er ekki jafn erfitt að hlaupa og (að) ganga
(79) Það er eins gott að hafa fallega húfu og (að) vera í fallegum
einkennisbúningi
í dæmum (73)-(79) er nafnháttarmerki í samanburðarlið haft innan
sviga til að tákna, að hugsanlegt er að hafa það með, enda allmörg dæmi
slíks. í flestum slíkum dæmum er því þó hins vegar sleppt, og er það
í samræmi við þá meginreglu, að því er sleppt á eftir samanburðar-
tengingu, standi nafnháttur ekki sem viðurlag, sbr. 3.1-3.2 og nema-
liði hér á eftir.
3.4. 5'em-liðir. Algengt er að nota nafnhátt í samanburðarliðum, sem
tengdir eru með sem við aðalsetningu. Eðlilegast virðist að túlka nafn-
hátt í slíkri stöðu sem andlag hliðstætt andlagi móðursetningar, sem
getur verið annað orð en nafnháttur og jafnvel undanskilið.
(80) Hann vill ekki gera svo mikið sem hugsa um tillöguna
(81) Þau gerðu ekki svo mikið sem kyssast