Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 155
Vm nafnhátt
149
(82) Þeir gerðu ekki svo mikið sem mótmæla
(83) Hann getur ekki hugsað sér svo mikið sem líta á myndina, hvað
þá kaupa hana
(84) Hann lét ekki svo lítið sem sýna áhuga, hvað þá svara spum-
ingunni
(85) Hann gerði ekki svo mikið sem sýna iðran, hvað þá biðjast
afsökunar
Ef dæmum (80)-(85) er breytt á þann hátt að skjóta inn bráðabirgða
andlagi, (sbr. 1.1.4), er skyldubundið að nota nafnháttarmerki:
(81)a Þau gerðu ekki svo mikið sem það að kyssast
(83)a Hann getur ekki hugsað sér svo mikið sem það að líta á
myndina
Auðvelt er að finna fjölmörg dæmi þess, að nafnháttarmerki er notað
í dæmum hliðstæðum (80)-(85), enda virðist unnt að skjóta því inn í
þeim dæmum, sem bendir til, að málnotkun sé á reiki, hvað varðar
notkun nafnháttarmerkis í slíkum dæmum. Eins og bent var á er nafn-
háttarmerki ávallt notað, þegar nafnháttur stendur sem viðurlag með
bráðabirgða andlagi í slíkum dæmum. Þar sem slík dæmi eru aðeins
stílbrigði hinna dæmanna og notuð jöfnum höndum, kann að vera, að
tilvist slíkra hliðstæðna ýti undir óvissu í dæmum af þessari gerð.
4.0. Nema-liðir. Tengiorðið nema er notað á eftir neikvæðum setn-
ingum, þ. e. setningum, sem fela í sér neitun, og felur það í sér skilyrði.
Sé frumlag aðalsetningar og frumlag nema-liðar það sama, er notaður
nafnháttur í nema-lið, en annars sögn í persónuhætti. Á sama hátt og
greint er á milli samanburðarsetninga og samanburðarliða, eftir því
hvort samanburðarsetning/liður hefur að geyma umsögn eða ekki, er
hagkvæmt að greina á milli nema-liða og nemu-setninga. Þar sem aðeins
nema-liðir hafa nafnhátt, verður einungis um þá fjallað á þessum vett-
vangi.
4.1 í nema-lið er langalgengast að fella brott nafnháttarmerki á
undan nafnhætti. Sem dæmi þessa skulu sýndar eftirfarandi setningar:
(86) Ok engi maðr á önnur mál at deila í kirkju nema biðia fyrir sér
(Gammel norsk homiliebog, bls. 65)
(87) Fólk má ekki vera að neinu nema vinna og sofa (Úr skólarit-
gerð)