Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 162
156 Kristján Arnason
aðalsetningum og aukasetningum til þess að tákna óraunveruleika, ósk
eða þess háttar:
(9) Ef ég vœri dómarinn rœki ég (mundi ég reka) Frakkana út af
(10) Ég yrði glaður ef þú kæmir
(11) Vœri þér sama þótt þú dansaðir síðasta dansinn við mig
(12) Ó, að ég vœri orðinn nýr . ..
C í þriðja lagi er í mörgum tilvikum eins og sagnir í aðalsetningum hafi
áhrif á það hvort í að- setningu (eða spurnarsetningu) sem þeim fylgir
er notaður viðtengingarháttur eða framsöguháttur. (Um þessa hluti
hefur Höskuldur Þráinsson rætt (1975), og einnig er allítarlega greinar-
gerð um þetta að finna hjá Jakob Jóh. Smára 1920:210-23 og Stefáni
Einarssyni 1945:154-9).
Sumar sagnir, eins og segja, telja, halda, vilja, neita, halda fram,
ímynda sér, óska o. s. frv. krefjast viðtengingarháttar:
(13) Jói segir að hann sé þreyttur
(14) Stína vill a'ð þú akir sér heim
Aðrar sagnir og umsagnarliðir virðast hins vegar stundum krefjast fram-
söguháttar: vita, (það er) áreiðanlegt.
(15) Ég veit að þú j ,^!rt j framsóknarmaður
(16) Það er áreiðanlegt að þú j *!ft j framsóknarmaður
Enn aðrar sagnir eða umsagnarliðir leyfa hvort tveggja, þannig að fram
koma lágmarkspör (lesa, heyra, valda, lcoma til leiðar o. fl.):
(17) a. Ég heyri að þú ert framsóknarmaður
b. Ég heyri að þú sért framsóknarmaður
(18) a. Ég las það í blaðinu að þú hafðir svikið flokkinn
b. Ég las það í blaðinu að þú hefðir svikið flokkinn o. s. frv.
III
Á það hefur verið bent að í slíkum samböndum sem þeim sem nefnd
voru hér næst að ofan megi sjá greinarmun þess að í a-setningunum sé
gengið út frá því sem staðreynd að maðurinn sé framsóknarmaður/hafi
svikið flokkinn, en í b-setningunum sé það ekki endilega svo (sbr.
Höskuldur Þráinsson 1975). í b-setningunum er hægt að bæta við setn-
ingum sem segja að það sé lygi sem segir í að-setningunni. Megininntak