Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 166
160 Kristján Árnason
ingarinnar er ögn flóknari. Ekki er hægt að segja að munur sé á því
hvort talandinn trúir því að María hafi logið; það er sem sé, (eins og
minnst var á bls. 157) ekki nóg að segja að afstaðan til sannleiksgildis-
ins ráði ein hættinum. Báðar setningarnar verða ankannalegar þegar
bætt er við þær neitun á innihaldi aukasetningarinnar:
(28) a. ?Jón gerði sér Ijóst að María hafði logið, en hún sagði satt
b. ?Jón gerði sér ljóst að María hefði logið, en hún sagði satt
Sögnin (eða orðasambandið) gera sér Ijóst er það sem kallað hefur verið
á ensku factive (Kiparsky & Kiparsky 1970), þ. e. talandinn gerir ráð
fyrir því að það sé satt sem henni fylgir. Það sem gerir það að verkum
að viðtengingarhátturinn er notaður í b-setningunni er hins vegar það að
talandinn skiptir um sjónarhorn, ef svo má segja. í aðalsetningunni talar
hann í eigin nafni: Jón gerði sér einhvern lilut Ijósan. Þegar kemur út í
aukasetninguna gefst kostur á fíngerðum mun í frásögninni. Annars
vegar er hægt að lýsa reynslu Jóns þegar það rann upp fyrir honum að
María hefði logið, þegar það gerðist, ef svo má segja, að Jón sagði við
sjálfan sig: „María hefur logið“. Þetta er táknað með viðtengingarhætti.
Hins vegar er svo hægt að skýra frá því á hlutlægari hátt að þessi stað-
reynd hafi orðið (eða verið) Jóni ljós. Þetta er gert í a-setningunni. í
rauninni er sá greinarmunur sem hér er verið að lýsa skyldur greinar-
muninum á milli beinnar frásagnar og óbeinnar ræðu, en þó er hér um
svolítið víðtækari aðgreiningu að ræða. Hér þarf ekki alltaf að vera um
að ræða óbeina ræðu í bókstaflegum skilningi, heldur er frekar verið að
draga fram sjónarmið annars en talandans, ekki bara það sem hann
hefur beinlínis sagt. í setningum eins og:
(29) a. Jón kom því til leiðar að María fór heim
b. Jón kom því til leiðar að María fœri heim
er varla hægt að segja að Jón hafi beinlínis sagt það sem stendur í auka-
setningunni; hins vegar er í b-setningunni greinilegt að undirtónninn er
að það var með vilja Jóns að María fór heim. Eins og Höskuldur bendir
á (bls. 228) verður b-setningin óeðlileg ef bætt er inn í hana atviksorð-
inu óviljandi, en hins vegar þolir a-setningin það alveg:
(30) a. Jón kom því óviljandi til leiðar að María fór heim
b. ?Jón kom því óviljandi til leiðar að María fœri heim
E. t. v. er hægt að nota hér orðið háttarmiðun um það hvernig hætti
setninganna er stjómað. Hið „venjulega“ ástand er það að talandinn
tali í sínu eigin nafni, en í vissum tilvikum verður dæmið flóknara, inn