Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 181
175
A8 lýsa hlutum
sköpulagi, skreyti eða enn öðru. Smám saman komast skoðandi og það
sem skoðað er á sömu bylgjulengd, fara með nokkrum hætti að tala
sama mál. Þá er hægt að fara að skrifa lýsingu. Þó ekki fyrr en búið er
að bregða máli á allt sem mælanlegt er og þess virði telst að það sé
mælt, lengd, breidd, hæð, eða annað samsvarandi eftir lagi hlutarins.
Um að gera að fylla ekki lýsinguna með svo mörgum mælingum að allt
fari í eina bendu, stórt og smátt. Hér reynir á að velja af góðri dóm-
greind, reyna að rækta með sér þá eðlisávísun sem segir fyrir um hvað
skiptir verulegu máli og hvað óverulegu. Raunar á þetta við um lýsing-
una alla. Lýsandanum ber fyrst og fremst að draga fram allt sem er
einkennandi, lýsa í stórum skörpum dráttum, en tína þó einnig til það
sem í fljótu bragði virðist smámunir, ef hann telur að það skipti miklu
máli fyrir skilgreiningu hlutarins, sem vel getur komið fyrir. Lýsingin
öll, descriptio, sé hnitmiðuð, þó helst ekki í símskeytastíl, þótt sumir
vilji hafa það svo og vel megi réttlæta slíkt í safnskýrslu.
Þegar lýsingu er lokið reynir safnmaður að telja fram allt sem varpar
ljósi á sögu hlutarins, öllu slíku er honum skylt að halda til haga. Ef
um safnskýrslu er að ræða sakar ekki að hann segi að lokum stuttlega
álit sitt á því hverskonar hlutur þetta sé, hve gamall o. fl. og vísi til
annarra sambærilegra hluta eða rita um skylda hluti. Slíkt getur veitt
nytsamlegar bendingar þeim sem seinna rannsaka hlutinn betur en
yfirleitt er gert í safnskýrslum.
En þetta atriði er óviðkomandi lýsingunni, sem hér er til umræðu. í
því efni er satt að segja ekki unnt að ná neinni fullkomnun. Tungumálið
uær ekki hálfa leið til að lýsa því sem augað sér. Enginn getur lýst
manni svo að hann standi ljóslifandi fyrir augum þess sem aldrei hefur
séð hann. Eins er með hluti. Þeim verður ekki nema að nokkru leyti
með orðum lýst, og því er það að lesandi lýsingar, jafnvel vandaðrar
lýsingar, getur setið uppi með eitthvað þessu líkt í huga sér: Fyrst er
sPýta, svo er spýta. En hér er um ekkert að sakast, lýsing getur aldrei
komið í ljósmyndar stað. Og þarna er sjálft lausnarorðið: Ein mynd er
mælskari en þúsund orð. Sjón er sögu ríkari. Ljósmynd ætti að fylgja
hverri lýsingu í safnskrá, þótt hún komi ekki að öllu leyti í lýsingar stað.
Góð ljósmynd og heppileg lýsing eiga að hjálpast að. Sjón og saga eiga
að haldast í hendur.
svo mæltu legg ég í að lýsa hér þremur útskornum hlutum sem
Hjálmar Jónsson skáld í Bólu (og víðar) gerði á öldinni sem leið. Eftir