Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 182
176
Kristján Eldjárn
það sem á undan er gengið er sérstök ástæða til að taka fram að ég birti
þessar lýsingar ekki sem neinar fyrirmyndir og tek því með jafnaðargeði
ef einhver telur þær fremur vera víti til varnaðar. Ég þarf að greina frá
þessum hlutum á einhverjum opinberum vettvangi og vel mér þennan
einkum af því að sá vísindamaður sem hér á að hylla er á skemmtilegan
hátt tengdur einum þessara góðu gripa. Það má ef til vill verða til rétt-
lætingar ef hér þykir vera gerð undarleg kúvending af minni hálfu.
í fjöldamörg ár safnaði ég saman öllu sem ég náði til af útskurði
Bólu-Hjálmars, sem svo er nefndur. Árið 1975 setti ég þennan fróðleik
saman í bók sem kallast Hagleiksverk Hjálmars í Bólu. Ég þóttist vita
að ekki mundu öll kurl vera komin til grafar, en taldi að útkoma bókar-
innar yrði til þess að fleiri verk Hjálmars kæmu í leitirnar. Minni brögð
urðu þó að þessu en ég átti von á. Aðeins þrír hlutir hafa komið fram
í dagsljósið og óvíst hvort fleiri verða. Allt er þegar þrennt er, og skal
nú lýst þessum þremur úrvalsgóðu gripum frá hendi Hjálmars skálds
með svipuðum hætti og í áðurnefndri bók og svo sem til viðbótar við
hana:
1. Kistill í eigu Sigríðar Guðmundsdóttur, Grenimel 20, Reykjavík.
Kistillinn er 35 cm að lengd, en breidd og hæð hvort tveggja 20,5 cm,
og er sú samsvörun vafalítið með vilja gerð. Efnið er fura, annarskonar
þó í botni og handraða, sem hvort tveggja hefur verið endurnýjað, enda
hefur sýnilega einhvemtíma verið gert við kistilinn, lamir endurnýjaðar
og kistillinn allur bæsaður utan. Hann er geimegldur og því engin hætta
á að hann gengi af göflunum, okar á loki festir með trénöglum og
þannig hefur botninn trúlega einnig verið negldur í upphafi. Kistillinn
er allur útskorinn á hliðum, göflum og loki, en vænn sléttur bekkur sem
umgjörð á öllum fimm flötum. Skreytið er allt jurtakyns og tilhögun
þess í megindráttum hin sama á öllum flötunum: Neðst á miðjum fleti
er rótin eða upphaf skreytisins og þaðan greinist það samhverft upp og
út til beggja hliða og fyllir allan flötinn, þannig að hvergi er eyða eftir
skilin, en eigi að síður hangir allt saman í einni lífrænni heild, hvergi
laust blað eða stýfður endi. Eina undantekningin er á loki, þar sem
þurft hefur að koma fyrir myndarlegu fangamarki kistileigandans, DID.
Við það losnar blaðskúfur sem er fyrir ofan fangamarkið frá rótinni
fyrir neðan það. Þetta er afsakanlegt frávik frá meginreglunni sem ekki
mátti brjóta nema nauður ræki til. Uppundningar láta mikið að sér
kveða í þessu skreyti og eru sérlega tilkomumiklir á framhliðinni. Á loki