Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 187
Að lýsa hlutum
177
bera stilkarnir stjörnulaga blóm, sem mega heita eins og á rúmfjölinni
frá Uppsölum (hér á eftir) og raunar er ættarmótið á þessum verkum
harla greinilegt. Þó á Sigríðarkistill sér enn nánari hliðstæðu þar sem er
(loklaus) kistill frá Bollastöðum í Blöndudal (Hagleiksverk nr. 6,
myndir á bls. 41-43). Á honum er öllu skreyti mjög líkt niður skipað
og einnig er fróðlegt að veita smáatriðum athygli. Á Sigríðarkistli hefst
skrautjurtin upp af kringlóttum fleti (er það kannski einskonar jurta-
pottur?) á framhlið og öðrum gafli. Slíkt hið sama er á framhlið og
báðum göflum Bollastaðakistils. Jafnvel flugan eða skráarlaufið er
svipað á báðum kistlum, sporöskjulöguð og gerð úr þunnu látúnsblikki.
Skráin á Sigríðarkistli er sýnilega heimagerð, fóðrið úr samskonar lát-
únsblikki og flugan. Sennilega er þetta verk einnig eftir Hjálmar sjálfan,
því að vissulega er þessi kistill hans handaverk, þótt enginn fróðleikur
um það fylgi honum. Þetta er augljóst þeim sem kynnir sér verk
Hjálmars, öllu fremur þó Bollastaðakistilinn sem var í eigu aldavina
hans og ætíð hefur verið vitað að hann hafði gert. Hér er sama skurð-
hönd á, svo að ekki verður um villst.
Guðmundur Guðnason, gullsmiður í Reykjavík, faðir Sigríðar, nú-
verandi eiganda kistilsins, átti hann á undan henni. Um uppruna hans
er ekki annað sagt en það, að fjölskyldan telur hann kominn einhvers-
staðar að norðan. Fangamarkið á lokinu gefur vísbendingu um nafn
fyrsta eiganda, því að fremur fá kvennanöfn byrja á D. Ef svipast er
um í nágrenni Hjálmars eftir manntali 1835 gætu þrjár konur komið
til greina: Dagbjört Jónsdóttir, 31 árs, kona Einars Einarssonar í Sölva-
nesi í Goðdalasókn, Dýrðleif Jónsdóttir, 25 ára, kona Bjama Eiríks-
sonar á Bakka í Viðvíkursveit, af Djúpadalsætt, og Dýrfinna Jónsdóttir,
39 ára, kona séra Jóns Jónssonar á Bergsstöðum í Svartárdal, síðar
seinni kona Jóns Samsonarsonar í Keldudal í Hegranesi. Sennilegt er
að einhver þessara kvenna hafi átt kistilinn, en að gera upp á milli
þeirra er þrautin þyngri og skal þetta tal látið niður falla.
2- Kistill í eigu Tryggva Emilssonar rithöfundar, lengd 35,5 cm, breidd
20,5 cm, hæð sömuleiðis niður að botnfjöl. Efnið er fura, botn nýlegur
°g festur með skrúfum, en annars er kistillinn trénegldur, þannig að
hliðar eru negldar utan á gaflana. Sérkennilegt er og einstakt meðal
verka Hjálmars að enginn útskurður er á bakhlið, sem þó er upprunaleg
því að greinilega er hún úr samskonar viði og kistillinn að öðru leyti.
Varla hefur þetta verið af ásetningi gert, því það er mikið lýti á góðum
Afmæliskveðja 12